Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Heimilin
Ályktun Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja.
Heimilin

Ályktun Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Síðastliðið ár hafa heimilin og fyrirtækin í landinu háð blóðuga baráttu við að halda haus í erfiðu efnahagsumhverfi sem er afsprengi misheppnaðar einkavæðingar og efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú er loksins komin fram burðug og raunhæf aðgerðaráætlun um skuldavanda heimilanna. Áætlunin er ekki skyndilausn eða ósanngjörn leið sem eykur byrðar samfélagsins til muna heldur er tekið á vandanum heildstætt á yfirvegaðan hátt.

Félagsmálaráðherra hefur unnið mikið afrek og hefur nú komið bágstöddum heimilum og fyrirtækjum til hjálpar. Þá ber að fagna góðu samráði við stjórnarandstöðu og hina ýmsu hagsmunaaðila. Ungir jafnaðarmenn skora á Ríkisstjórn Íslands að halda áfram að vinna að góðum verkum í þágu lands og þjóðar á þennan hátt, með sátt og samráði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand