Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand Hotel.

Ungt jafnaðarfólk var áberandi á fundinum og hlaut gott kjör í hin ýmsu embætti. Þar má helst nefna að í fyrsta sinn í sögu Samfylkingarinnar er formaður flokksins ungur jafnaðarmaður en Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður með rúm 95% atkvæða.

Ungi jafnaðarmaðurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar og auk þess voru fjórir úr röðum Ungs Jafnaðarfólks kosin í framkvæmdarstjórn. Það voru þau Hildur Rós Guðbjargardóttir, Stein Olav Romslo, Alexandra van Ýr Evren og Jónas Már Torfason. Jónas var einnig kjörinn formaður laganefndar. Þá voru 16 af 30 kjörnum fulltrúum sem kosnir eru á landsfundi í flokksstjórn ungt jafnaðarfólk.

Ungt jafnaðarfólk kom einnig að lagabreytingum og mótun stefnu á landsfundi en þar má sérstaklega nefna lagabreytingartillögu Arnórs Benónýssonar, forseta UJ og Rögnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forseta UJ um að breyta nafni flokksins úr Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands í Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands. Loks voru sextán ungliðar kjörnir í þrjátíu fulltrúa flokksstjórn.

Við óskum öllu þessu fólki til hamingju, þökkum fyrir frábæran landsfund og horfum björtum augum til framtíðar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand