Ungt jafnaðarfólk kallar eftir því að ríkisstjórnin segi þetta gott og boði til kosninga

Ungt jafnaðarfólk lýsir yfir andstöðu sinni við ákvörðun stjórnarflokkanna að halda áfram
stjórnarsamstarfi sem ekki er traustur grunnur fyrir. Í vetur hefur ríkisstjórnin eytt mestöllum
tíma sínum í krísustjórnun vegna ósættis innanbúðar á meðan mikilvæg mál er varða hagsmuni
almennings sitja á hakanum.


Svo illa gengur ríkisstjórnarsamstarfið að Katrín Jakobsdóttir vill frekar afsala sér sæti
forsætisráðherra og sækjast eftir nýju embætti en að reyna að leiða samstarfið áfram. Hún telur
sig kannski geta haft meiri áhrif í þágu þjóðar utan ríkisstjórnarinnar.


Sú ákvörðun að setja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra er óásættanleg. Fyrir
nokkrum mánuðum hraktist hann úr embætti fjármálaráðherra eftir að hafa verið vanhæfur vegna
sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Undanfarna mánuði sem utanríkisráðherra hefur Bjarni
ítrekað brugðist því að kalla eftir vopnahléi á Gaza og hætt stuðningi við UNRWA í Palestínu án
alls samráðs. Hann hefur síendurtekið mælst óvinsælasti ráðherrann en nú er ætlast til þess að
hann leiði ríkisstjórnina og að þjóðin sætti sig bara við það.


Skoðanakannanir sýna að ríkisstjórnarflokkarnir hafa misst traust þjóðarinnar. Þeim finnst betra
að halda vanhæfri og sundraðir ríkisstjórn gangandi fremur en að ganga til kosninga. Fólkið í
landinu á skilið að fá ríkisstjórn sem þorir og getur tekið á aðkallandi málum sem ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur og nú ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur lofað að gera, en ekki getað
komið sér saman um.


Ungt jafnaðarfólk skorar á ríkisstjórnina að kalla til kosninga sem allra allra fyrst og hætta
þessum farsa.

Miðstjórn Ungs jafnaðarfólks

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand