Manifesto/stefnulýsing Ungs jafnaðarfólks

Ungt jafnaðarfólk er róttæk, græn, femínísk, frjálslynd, umburðarlynd, sjálfstæð og gagnrýnin hreyfing ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks. Hreyfingin hefur það markmið að auka samskipti og samkennd ungs fólks með áherslu á samfélagsábyrgð með því að stofna til víðtækra skoðanaskipta, umræðu og málefnavinnu, sérstaklega í málaflokkum er varða ungt fólk og byggja á grunnhugmyndum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og samstöðu.

Hún berst fyrir opnu, sanngjörnu og jöfnu samfélagi. Hún berst fyrir mannréttinum allra, þvert á landamæri. Hreyfingin berst fyrir félagslegu jafnrétti og jöfnum tækifærum allra til að taka virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi. Jöfnuður, bæði félagslegur og efnahagslegur, er forsenda þess að allir geti blómstrað í nútímasamfélagi. Það eru hagsmunir samfélagsins alls að tryggja jöfnuð og berum við sameiginlega ábyrgð á því að tryggja velferð allra borgara.

Hreyfingin berst gegn íhaldi í hvívetna og vinnur öllum árum að fjölbreyttara og fallegra samfélagi.

Hreyfingin vill að ungt fólk komi að ákvörðunartöku og sé réttilega treyst fyrir ábyrgðarstöðum innan samfélagsins. Sem ungliðahreyfing Samfylkingarinnar líta Ungir jafnaðarfólk á það sem eitt meginhlutverka sinna að veita Samfylkingunni – jafnaðarflokki Íslands aðhald.