Stjórnmálaályktun landsþings 2023: Frelsisbarátta er réttindabarátta

Orðið frelsi hefur misst merkingu sína í nútímasamfélagi. Hvort sem um ræðir frelsi í víðu samhengi eða einstaklingsfrelsi er megin markmiðið að tryggja fólki frelsi til þess að lifa góðu lífi, að elska þann sem maður elskar, brjótast undan fátækt og skapa jöfn tækifæri fyrir öll.

Frelsið snýst ekki einungis um að geta nálgast ódýrt áfengi á hverju horni eða þurfa ekki að bíða í röð hjá sýslumanni. Barátta fyrir frelsi er barátta um að tryggja jöfn tækifæri allra hópa samfélagsins, barátta gegn fátækt og vaxandi tekjuójöfnuði; að engin séu skilin eftir, að öll hafi þak yfir höfuðið og geti sett mat á borðið fyrir sig og fjölskyldu sína. Þannig samfélag vill jafnaðarfólk byggja upp og því er baráttan fyrir raunverulegu frelsi einn hornsteina jafnaðarstefnunnar.

Frelsisbaráttu lýkur aldrei. Sá árangur sem náðst hefur í réttindabaráttu síðustu áratuga á undir högg að sækja og megum við sem samfélag ekki sofna á verðinum. Landsþing Ungs jafnaðarfólks lýsir yfir þungum áhyggjum yfir vaxandi hatri og heift í samfélaginu í garð hinsegin fólks. Umræðan síðustu vikur hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og dreifingu rangfærslna um annars vegar hinsegin fræðslu og hins vegar kynfræðslu. Ungt jafnaðarfólk leggur áherslu að stjórnvöld standi vörð um mannréttindi, fjölbreytileikann og frelsið til að vera við sjálf. Einungis þannig tryggjum við réttlátt og opið samfélag þar sem umburðarlyndi ríkir og mannréttindi eru virt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand