Alþjóðastarf

Alþjóðasamstarf 

  • YES – Young European Socialists (í. ungir evrópskir sósíalistar)
  • Ungir evrópskir sósíalistar vinna að lýðræðislegri, umhverfissinnaðri, félagslegri, feminískri og sameinaðri Evrópu, stuðla að skýrri sósíalískri og sósíaldemókratískri framtíðarsýn og berjast gegn ójöfnuði, félagslegu óréttlæti og hægri sinnaðri og öfgakenndri stefnu. Framtíðarsýn þeirra um Evrópu er sameinað lýðræðissamfélag byggt á, og á heimsvísu virkt, fyrir mannréttindi og frelsi einstaklinga og samtaka.
  • YES tengir saman unga sósíalista og sósíaldemókrata úr öllum áttum Evrópu.
  • Hver á sæti
    • Kosið er í forsætisnefnd YES sem er þeirra æðsta vald á tveggja ára fresti. Enginn fulltrúi frá UJ er í forsætisnefndinni að sinni.

IUSY – International Union of Socialist Youth (í. Alþjóðasamband sósíalískra ungmenna). IUSY eru stærstu pólitísku ungmennasamtök heims með 136 aðildarfélög frá yfir 100 löndum. Samtökin sameina sósíalísk, sósíaldemókratísk og verkamannahreyfinga ungmennasamtök alls staðar að úr heiminum.  IUSY sinna ráðgjafarstöðu við UN ECOSOC sem er efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna. Ásamt því eru þau í samstarfi við mörg alþjóðleg félagssamtök um heim allan. Aðal áherslusvið IUSY eru lýðræði, mannréttindi og sýn ungs fólks á frelsi, samstöðu og jafnrétti.

Hver á sæti

  • Kosið er í forsætisnefnd IUSY sem er æðsta vald þeirra á heimsþingi þeirra sem haldið er á tveggja ára fresti. Enginn fulltrúi er frá UJ í forsætisnefnd að sinni.

FNSU – Förbundet Nordens Socialdemokratiske Ungdom (í. Samband ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndunum) eru regnhlífarsamtök ungliða- og stúdentahreyfinga jafnaðarflokka á Norður- og Eystrasaltslöndum. Nokkrum sinnum á ári hittast fulltrúar frá stjórnendum aðildarsamtakanna og skiptast á hugmyndum og ræða pólitískar tillögur. FNSU heldur þing á tveggja ára fresti.

UNR – Ungdommens Nordiske Råd (í. Norðurlandaráð ungmenna) er þverpólitískur vettvangur ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum. Norðurlandaráð æskunnar er byggt á Norðurlandaráði og var fyrsta þing ráðsins árið 1971. Ráðið fjallar um það sem varðar ungmenni á Norðurlöndunum, svo sem greiðan aðgang að námi og störfum, norrænt samstarfs á sviði umhverfis- og loftslagsmála og jafnréttismál. UNR er mikilvægur hluti af Norðurlandaráði og eiga fulltrúar UNR sæti í öllum fastanefndum þess og jafnframt situr forseti UNR í forsætisnefnd þess. Þannig heyrist rödd ungs fólks á Norðurlöndunum um öll mál og þar með stjórnmál á Norðurlöndunum.