Ungir jafnaðarmenn harma þá ákvörðun stjórnvalda að senda hælisleitendur til Grikklands.

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn harma þá ákvörðun stjórnvalda að senda fjóra hælisleitendur, þar á meðal dreng fæddan árið 1990 og mann sem hefur verið undir læknishendi vegna mikils andlegs álags, aftur til Grikklands.

ÁLYKTUN Samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni er íslenskum stjórnvöldum heimilt að senda hælisleitendur til þeirra ríkja sem þeir koma fyrst til, í þessum tilfellum Grikklands. Hins vegar er ekkert sem segir að þau verði að gera svo heldur geta stjórnvöld tekið málin fyrir efnislega hér á landi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem og Rauði krossinn hafa lagst gegn því að hælisleitendur séu endursendir til Grikklands meðan aðstæðum þar og málsmeðferð er eins ábótavant og raun ber vitni.

Ungir jafnaðarmenn harma þá ákvörðun stjórnvalda að ganga gegn tilmælum þessara aðila og senda hælisleitendurna af landi brott án nokkurs fyrirvara eða aðvörunar, án þess að þeir fengju að hitta lögmann sinn eða kveðja aðstandendur og vini.

Fram hefur komið að lögmaður þriggja mannanna hafði gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á málum mannanna. Hann hafði þegar lagt drög að málsókn fyrir íslenskum dómstólum.

Ætla íslensk stjórnvöld að meina þessum mönnum um þann grundvallarrétt sem aðgengi að dómstólum er?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand