ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn fagna því að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi nú ákveðið kjördag. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verulega dregið úr trausti almennings til Alþingis og stjórnvalda og nauðsynlegt að nýtt Alþingi geti, með skýrt umboð frá almenningi, ráðist í uppbyggingu á íslensku efnahagslífi.
ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn fagna því að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi nú ákveðið kjördag. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verulega dregið úr trausti almennings til Alþingis og stjórnvalda og nauðsynlegt að nýtt Alþingi geti, með skýrt umboð frá almenningi, ráðist í uppbyggingu á íslensku efnahagslífi. Samfylkingin hefur ávallt barist fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mikilvægt er að flokkurinn leiði þá umræðu áfram.
Ungir jafnaðarmenn telja lykilatriði að Samfylkingin haldi opin prófkjör í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í vor. Deila má um ágæti opinna prófkjara almennt, en í kjölfar þeirrar kollsteypu sem samfélagið tók, eru sterk rök fyrir að bæði almenningur og almennir flokksmenn fái tækifæri til að koma að vali á frambjóðendum flokksins. Einnig er mikilvægt að í prófkjörum verði settar strangar reglur um kostnað og styrki.
Prófkjör getur vel farið saman við persónukjör í Alþingiskosningum, sem ríkisstjórnin mun innleiða í kosningalög. Þau eru lýðræðislegasta leiðin til að velja þau nöfn sem almenningur hefur úr að velja á kjörseðlinum.