Komið að okkur að axla ábyrgð

geir_ogh_dabbi_jpg_550x400_q95

LEIÐARI Stjórnmálamennirnir hafa axlað ábyrgð. Á næstu dögum á meira að segja að láta Davíð Odsson gera það líka. Þann 25. apríl þurfa allir Íslendingar að gera slíkt hið sama – með því að segja nei takk við gömlu flokkana.
geir_ogh_dabbi_jpg_550x400_q95

LEIÐARI (Búsáhalda)byltingarfólk, sem með pottum og sleifum krafðist þess að stjórnmálamenn tækju loks ábyrgð hefur, allavega að hluta til, fengið ósk sína uppfyllta. Ný ríkisstjórn hefur tekið við og sýndi frá fyrsta degi að tími breytinga er upp runninn – nú verða verkin látin tala eftir aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og að fleiri munu áður en yfir lýkur þurfa að axla ábyrgð.

Ný ríkisstjórn tekur ekki við góðu búi úr höndum Sjálfstæðisflokksins sem skilur eftir sig hrunið fjármálakerfi sem arfleifð átján ára valdasetu. Það takmarkar óneitanlega svigrúm nýrrar ríkisstjórnar til góðra verka þó svo að þegar nú á fyrstu dögunum hafi verið teknar ákvarðanir sem bera vott um að manneskjulegri gildi verði hér eftir höfð í fyrirrúmi – svo sem niðurfelling innlagnargjalda á sjúkrahús.

Samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna nú er þó enn mikilvægara en svo. Nú höfum við tækifæri til þess að brjóta upp gamalgróið valdakerfi Sjálfstæðisflokks og framsóknar sem byggir á nánum tengslum viðskiptalífs og stjórnmála sem alls ekki eiga heima í lýðræðisríki. Tækifærið eru kosningarnar í vor.

Stjórnmálamennirnir hafa axlað ábyrgð. Á næstu dögum á meira að segja að láta Davíð Odsson gera það líka. Þann 25. apríl þurfa allir Íslendingar að gera slíkt hið sama – með því að segja nei takk við gömlu flokkana.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand