Ungir jafnaðarmenn þakka breytingar á LÍN

Ungir jafnaðarmenn fagna þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingarnar tryggja meira jafnrétti til náms en áður og má þakka ríkisstjórn Samfylkingar og VG, með félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra í fararbroddi.

Ályktunina má lesa í heild sinni með því að smella á meira.

peningatre

Ungir jafnaðarmenn fagna þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingarnar tryggja meira jafnrétti til náms en áður og má þakka ríkisstjórn Samfylkingar og VG, með félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra í fararbroddi.

Í byrjun sumars bentu Ungir jafnaðarmenn á að fleiri tækju atvinnuleysisbætur en væru á námslánum enda bæturnar miklu hærri. Vonandi munu breytingarnar eiga þátt í að laga hlutföll bótaþega og námsmanna – það kemur samfélaginu betur.

Mikilvægustu breytingarnar eru þær að grunnframfærsla námsmanns hækkar í um 120.000 krónur en verður á móti tekjutengdari en áður. Þetta er veruleg hækkun frá upphaflegri áætlun um að grunnframfærslan yrði áfram 100.600 krónur. Hækkunin kemur til móts við verulegar verðlagshækkanir sem stúdentar eins og aðrir hafa þurft að taka á sig, þrátt fyrir að hafa ekki notið góðærisins í hærri lánum.

Að lokum vilja Ungir jafnaðarmenn gera athugasemd við að réttur námsmanna til töku atvinnuleysisbóta í sumarleyfi skóla, verði afnuminn. LÍN lánar ekki fyrir framfærslu á sumrin nema sumarkúrsar séu í boði sem er fátítt. Eins þarf að afnema það kerfi að námslán séu greidd eftirá því það veldur stúdentum himinháum vaxtakostnaði. Þá hvetja UJ til þess að afar varlega verði farið í skerðingu á skólagjaldalánum erlendis eins og fyrirhugað er og þær breytingar hugsaðar vandlega. Það er markmið í sjálfu sér að Íslendingar stundi nám erlendis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand