Auglýst eftir framboðum til framkvæmdastjórnar og miðstjórnar UJ

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum í eftirfarandi embætti, sem kosið verður um á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, haldið í Reykjavík 3. og 4. október 2009.

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum. Kosið verður á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, haldið í Reykjavík 3. og 4. október 2009.

TILKYNNING FRÁ KJÖRSTJÓRN

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum í eftirfarandi embætti, sem kosið verður um á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, haldið í Reykjavík 3. og 4. október 2009:

Til framkvæmdastjórnar:

  • Formaður
  • Varaformaður
  • Gjaldkeri
  • Fræðslustjóri (gegnir einnig hlutverki ritara)
  • Málefnastjóri
  • Alþjóðaritari
  • Útgáfustjóri

Til miðstjórnar:

  • 8 meðstjórnendur*
  • 4 varamenn

*Meðstjórnendurnir taka sæti í nýrri miðstjórn UJ. Þess má geta að í miðstjórn sitja auk þess 6 kjördæmafulltrúar valdir af kjördæmafélögum einstakra kjördæma, auk meðlima framkvæmdastjórnar UJ. Einnig hafa formenn allra aðildarfélaga UJ seturétt í miðstjórninni.

Gert er ráð fyrir því að framkvæmdarstjórn hittist vikulega en að hin nýja miðstjórn hittist mánaðarlega.

Skv. heimildum kjörstjórnar í 2. mgr. 13. gr. laga Ungra jafnaðarmanna tilkynnist hér með að framboðsfrestur rennur út kl. 12.00, laugardaginn 3. október 2009.

Komi aðeins eitt framboð í hvert embætti, telst sjálfkjörið í það. Miðað er við að skrifleg atkvæðagreiðsla fari fram í öll embætti.
—–
Afla má frekari upplýsinga í lögum Ungra jafnaðarmanna sem birt eru á Pólitik.is, eða senda kjörstjórn tölvupóst.
Framboð skulu berast Jens Sigurðssyni, formanni kjörstjórnar, skriflega á netfangið jenssigurdsson@gmail.com, þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og í hvaða embætti sé sótt.

Gjört í Kópavogi 15. september 2009.

f.h. kjörstjórnar:
Anna Dröfn Ágústsdóttir
Heiða Björg Pálmadóttir
Jens Sigurðsson, formaður

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand