Ungir jafnaðarmenn þakka Ágústi Ólafi vel unnin störf

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn þakka Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingarinnar og félaga í UJ, vel unnin störf á Alþingi og innan flokksins. Ágúst hefur tilkynnt að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis eða til varaformennsku í flokknum

4159ed43d529988

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn þakka Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingarinnar og félaga í UJ, vel unnin störf á Alþingi og innan flokksins. Ágúst hefur tilkynnt að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis eða til varaformennsku í flokknum.

Ágúst hefur á þingferli sínum verið óþreytandi baráttumaður fyrir jafnaðarstefnunni og í störfum sínum lagt sérstaka áherslu á þá málaflokka sem minni athygli fá í umræðunni. Vorið 2007 varð frumvarp hans um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum að lögum, við mikinn fögnuð þjóðarinnar. Með lögunum varð Ísland fyrsta land heimsins til að stíga þetta mikilvæga skref í þágu réttlætis. Ágúst hefur verið ötull talsmaður jafnréttis og mannréttinda á þingi, en hefur einnig látið mikið til sín taka í efnahagsmálum, nú síðast sem formaður viðskiptanefndar Alþingis. Hann hefur talað röddu heimilanna, aldraðra og unga fólksins, til dæmis hvað varðar lægra matvælaverð, hærri persónuafslátt og ýmis velferðarmál. Loks hefur hann verið í fremstu víglínu þegar kemur að samskiptum Íslands og Evrópusambandsins, meðal annars sem annar leiðtoga nefndar ríkisstjórnarinnar um þróun Evrópumála.

Ágúst Ólafur var formaður Ungra jafnaðarmanna á árunum 2001 til 2003 og hefur æ síðan verið stoð og stytta ungu fólki, bæði í Samfylkingunni sem og utan hennar. Framganga hans á Alþingi hefur brugðið ljósi á mikilvægi þess að ungt fólk hafi þar rödd, sem talar máli þeirra sem munu erfa landið. Ungir jafnaðarmenn þakka Ágústi kærlega fyrir samfylgdina og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun nú taka sér fyrir hendur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand