Ný ríkisstjórn

rikisstjorn

LEIÐARI Ríkisstjórnin er ekki einungis frábær vegna þeirra sem skipa hana en í henni sitja jafn margar konur og karlar í fyrsta skipti á Íslandi. Heldur markar verkefnalisti hennar þáttaskil. Þessum verkefnum reyndi Samfylkingin ítrekað að koma í verk með Sjálfstæðisflokknum en hann hugsaði fyrst um sig og síðan um þjóðina.

johanna

LEIÐARI Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós. Nú er ríkisstjórn leidd af konu í fyrsta skipti á Íslandi sem eru tímamót. Ríkisstjórnin er leidd af samkynhneigðum einstakling sem eru líka tímamót á Íslandi og þó víðar væri leitað. Enda hefur sú staðreynd vakið athygli um allan heim. “According to Samtokin 78, Johanna will be the first gay prime minister anywhere. After four months of disaster, it seems Iceland finally has something to be proud of again.” Eru lokaorðin í ágætri grein sem Guardian skrifar um þessa frábæru ríkisstjórn.

Ríkisstjórnin er ekki einungis frábær vegna þeirra sem skipa hana en í henni sitja jafn margar konur og karlar í fyrsta skipti á Íslandi. Heldur markar verkefnalisti hennar þáttaskil. Þessum verkefnum reyndi Samfylkingin ítrekað að koma í verk með Sjálfstæðisflokknum en hann hugsaði fyrst um sig og síðan um þjóðina.

Það sem ber hæst í stjórnarsáttmálanum:

  • Kosið verður eins fljótt og aðstæður leyfa.
  • Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá landsins þar sem kveðið er á um auðlindir í þjóðareigu, sett ákvæði um þjóðaratkæðagreiðslur sem væntanlega munu tryggja að hægt verði að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímibili til þess að hún leyfi inngöngu í Evrópusambandið.
  • Lög verði sett um stjórnlagaþing.
  • Eftirlaunaósóminn verður afnuminn.
  • Aðlaga þarf lánareglur LÍN breyttu efnahagsumhverfi þannig að atvinnulausir geti byggt upp þekkingu sína og færni með því að stunda lánshæft nám í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur.
  • Skipaðar verða nýjar yfirstjórnir í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu til að endurvekja traust á íslensku fjármálakerfi.
  • Boðaðar eru markvissar aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda heimila.
  • Húsnæðislán gömlu viðskiptabankanna verða færð til Íbúðalánasjóðs.
  • Ráðast á í öflugar vinnumarkaðsaðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi.
  • Gætt skal sanngirni og jafnræði í þjónustu við fyrirtæki og huga sérstaklega að því að viðhalda virkri samkeppni.
  • Ríkisstjórnin mun setja nýju bönkunum útlánamarkmið vegna ársins 2009 til að örva hagkerfið.

Og margt, margt fleira. Nú bíðum við spennt eftir að því að sjá nánari útfærslur ríkisstjórnarinnar á þessum þjóðþrifamálum. Vinstri ríkisstjórn hefur ekki verið í landinu í 18 ár og hún hefur allt að vinna. Hún á eftir að sýna að vinstri menn geta verið við stjórnvölin. Rétt eins og R-listinn stjórnaði Reykjavíkurborg með glæsibrag í 12 ár. Ekki þarf að fjölyrða um þær hörmungar sem Sjálfstæðismenn og Framsókn buðu upp á þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í borginni.

Talandi um samkrull Sjálfstæðismanna og Framsóknar þá gerði UJ myndband í aðdraganda síðustu kosninga um frammistöðu þeirra í ríkisstjórn, það má sjá hér. Myndin sem dregin upp í þessu myndbandi er ekki glæsileg en þó eru stærstu mistökum þessa samkrulls ekki gerð skil í því. Þau eru ömurleg peningamálastefna sem einkennist af ofurtrú á ónýtri krónu og frjálshyggju sem setti einkaframtakinu litlar sem engar skorður og afleiðingin er hrunið bankakerfi. Nær hefði verið að fara leið Samfylkingarinnar sem hefur lengi barist fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru.

Guðmundur Andri Thorson fagnar nýrri ríkisstjórn í Fréttablaðinu í dag og rétt er að enda á tilvitnun í þá grein sem er lýsandi fyrir liðna tíma: “Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn var einfaldlega bara gert, án svo sem að velta því mikið fyrir sér hvers vegna; svona eins og að láta ferma sig…”

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand