Tími fyrir þjóðþrifaverkin

90664cbacf34f9185dbfa6a2967847ee_300x225

LEIÐARI Mikilvægast er að ný ríkisstjórn nái að vinna sér inn traust þjóðarinnar, sem kallað hefur á breytingar frá því að bankakerfið hrundi yfir hana síðasta haust. Þetta traust getur ný ríkisstjórn hlotið ef hún gengur hratt og skjótt til verka.

medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892

LEIÐARI Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur er í burðarliðnum. 18 ára samfelldri setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnarborðið er lokið og við tekur félagshyggjustjórn sem fær það vandasama verkefni að stýra landinu fram að kosningum í vor, og jafnvel lengur ef vel til tekst. Sjálfstæðisflokkurinn var latur til verka og andsnúinn umbótum. Nú er kominn tími til að breyta.

Hver eru verkefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem yrði fyrsti kvenforsætisráðherra Íslands? Mikilvægast er að ný ríkisstjórn nái að vinna sér inn traust þjóðarinnar, sem kallað hefur á breytingar frá því að bankakerfið hrundi yfir hana síðasta haust. Þetta traust getur ný ríkisstjórn hlotið ef hún gengur hratt og skjótt til verka.

Mikilvægast er að hrinda af stað aðgerðum í þágu heimilanna í landinu, til að lækka greiðslubyrði almennings, fjölga störfum og treysta stöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Tryggja verður fyrirtækjunum í landinu nægt lánsfé til að geta starfað. Þá verður að skipta út yfirstjórn Seðlabankans (já, þar með talið Davíð Oddssyni), ráða einn fagmann yfir bankann í stað þriggja og endurskoða peningamálastefnuna og beitingu þeirra stjórntækja sem bankinn býr yfir.

Loks verður að breyta stjórnarskránni svo að þjóðin geti fengið að greiða atkvæði um brýnustu samfélagsmálin. Meðal þeirra er umsókn um aðild að Evrópusambandinu og í kjölfarið upptaka evru sem gjaldmiðils. Við getum ekki lengur leyft Sjálfstæðisflokknum einum að stjórna því hvernig hagkerfið okkar virkar, nóg hefur hann þegar gert.

Ný ríkisstjórn getur mætt kröfum þjóðarinnar með þessum verkum, þar til fólkið fær að kjósa sér nýtt þing í vor. Loks er von á að þessi þjóðþrifaverk verði unnin, og það undir forystu reyndustu og vinsælustu stjórnmálakonu Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand