Ungir jafnaðarmenn skora á stjórnvöld að tryggja sumarannir af því það er ódýrara

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka hástöfum undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar! Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. UJ vekja athygli á að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla.ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka hástöfum undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar! Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. UJ vekja athygli á að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla.

Allt að 8.000 háskólanemar fá ekki vinnu í sumar en samkvæmt könnun á vegum starfshóps iðnaðarráðherra sýna stúdentar eindreginn vilja til að stunda nám í stað þess að sitja auðum höndum. Ungir jafnaðarmenn benda jafnframt á að þrátt fyrir að réttur einstaklinga í þessum hópi til atvinnuleysisbóta sé mjög misjafn, á fjöldi stúdenta rétt á einhverjum bótum sem kemur til með að kosta ríkið fúlgur. Gagnvart þeim sem ekki hafa bótarétt hafa sveitarfélögin framfærsluskyldu, eins og Stúdentaráð HÍ hefur bent á.

Þannig er hagkvæmara fyrir hið opinbera að lána þessum nemum til að geta stundað nám í sumar en að greiða út atvinnuleysisbætur eða félagslegan stuðning. Auk þess sparar ríkið ekkert með að lána ekki stúdentum fyrir námi í sumar. Þeir myndu hvort sem er sækja um lán seinna fyrir þeim einingum sem þeir annars gætu klárað í sumar.

Þúsundir framhaldsskólanema verða sömuleiðis án atvinnu í sumar. Fyrir þeim þarf að opna skólana til sumarnáms í stað þess að greiða atvinnuleysisbætur en margir framhaldsskólanemar eiga talsverðan bótarétt.

Ungir jafnaðarmenn vilja enn og aftur benda á að íslenska ríkið mismunar nemendum á háskólastigi gróflega með því að greiða meira með nemendum við einkarekna skóla en þá opinberu. Þetta gerist þegar LÍN lánar nemendum einkarekinna skóla fyrir skólagjöldum auk framfærslulána en ríkið niðurgreiðir þessi hagstæðu lán um helming. Á meðan þurfa nemendur ríkisrekinna háskóla að sætta sig við aðgerðarleysi í sumar og atvinnuleysisbætur, misháar. Þarna sést svart á hvítu að einkareknir háskólar landsins fá miklu hærri fjárframlög frá ríkinu á hvern nemanda en þeir opinberu sem eru gjörsamlega á kúpunni. Stjórnvöld verða að opna augun því þetta er ekki jafnrétti til náms

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand