Ungir jafnaðarmenn fagna aðildarumsókn

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna því að Alþingi hafi samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ungir jafnaðarmenn hafa frá stofnun árið 1999 verið fylgjandi umsókn um aðild að ESB, meira að segja áður en Samfylkingin tók upp sömu stefnu fjórum árum síðar. Þar áður hafði Samband ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfing Alþýðuflokksins, haldið málstað Evrópusinna á lofti í hartnær áratug.

Nú er þetta baráttumál jafnaðarmanna til tveggja áratuga loks komið á dagskrá. Samninganefnd Íslands mun hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið með það að markmiði að ná fram eins hagstæðum samningi fyrir Ísland og auðið er. Að því loknu gefst þjóðinni tækifæri að samþykkja samninginn eða synja honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nauðsynlegt er að haft verði víðtækt samráð um umsóknina og að samningsferlið verði galopið svo allir Íslendingar geti fylgst með því. Þetta er hið lýðræðislega ferli sem Ungir jafnaðarmenn hafa lengi kallað eftir.

Ungir jafnaðarmenn minna jafnframt á að ESB málið er hafið yfir flokkslínur og að nær allir þingflokkar klofnuðu í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. UJ hvetja því þingmenn og landsmenn alla til að kynna sér Evrópusambandið og aðildarsamning Íslands og taka að því loknu upplýsta afstöðu til málsins. ESB aðild er ein stærsta ákvörðun sem Ísland hefur staðið frammi fyrir. Hana verður að skoða óháð flokksskírteinum.

island-esb2

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna því að Alþingi hafi samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ungir jafnaðarmenn hafa frá stofnun árið 1999 verið fylgjandi umsókn um aðild að ESB, meira að segja áður en Samfylkingin tók upp sömu stefnu fjórum árum síðar. Þar áður hafði Samband ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfing Alþýðuflokksins, haldið málstað Evrópusinna á lofti í hartnær áratug.

Nú er þetta baráttumál jafnaðarmanna til tveggja áratuga loks komið á dagskrá. Samninganefnd Íslands mun hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið með það að markmiði að ná fram eins hagstæðum samningi fyrir Ísland og auðið er. Að því loknu gefst þjóðinni tækifæri að samþykkja samninginn eða synja honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nauðsynlegt er að haft verði víðtækt samráð um umsóknina og að samningsferlið verði galopið svo allir Íslendingar geti fylgst með því. Þetta er hið lýðræðislega ferli sem Ungir jafnaðarmenn hafa lengi kallað eftir.

Ungir jafnaðarmenn minna jafnframt á að ESB málið er hafið yfir flokkslínur og að nær allir þingflokkar klofnuðu í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. UJ hvetja því þingmenn og landsmenn alla til að kynna sér Evrópusambandið og aðildarsamning Íslands og taka að því loknu upplýsta afstöðu til málsins. ESB aðild er ein stærsta ákvörðun sem Ísland hefur staðið frammi fyrir. Hana verður að skoða óháð flokksskírteinum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand