Íslandssagan í hádeginu

Í dag verður borin upp á Alþingi tillaga um að Ísland sæki um aðild að ESB. Það verður eitt áhrifaríkasta augnablik Íslandssögunnar.
Alla tíð frá landnámi hafa Íslendingar líkt og aðrar þjóðir verið upp á önnur lönd komin um vörur. Sjálfstæðið á ekkert skylt með sjálfsþurftarbúskap heldur að geta komið að samskiptum við önnur lönd á eigin forsendum. Kerfi alþjóðaviðskipta hefur fært löndum heims meira ríkidæmi eftir því sem viðskiptin hafa aukist. Dimmustu tímabil Íslandssögunnar eru þau þegar landið hefur einangrast frekar frá samskiptum við aðrar þjóðir. Aldrei hefur einangrunin þó verið það mikil að Íslendingar hafi ekki vænst haustskipa en s.l. lá nærri að haustskipin sigldu fram hjá Íslandsströndum.
ESB býður Íslendingum upp á að taka þátt í samstarfi og samskiptum við aðrar þjóðir á einu ríkasta markaðssvæði í heimi. En það þýðir líka að samkeppnin eykst í hlutfalli við stærð markaðarins. Fyrirtæki sem hér hafa notið samkeppnisforskots vegna verndar íslensks umhverfis hafa nú um tvennt að velja: að taka áskorun markaðarins og gera það sem gera þarf til að keppa á alþjóðlegu markaðstorgi eða lyppast niður og væla yfir vernd sem ekki lengur nýtur. Íslendingar geta með aðild að ESB orðið það sem þeir geta orðið, sterkir og frjóir frumkvöðlar. Hætt er við að tækifæri til að sýna frumkvæði verði færri utan ESB en innan.
Í hádeginu í dag ræðst það hvort Íslendingum verði boðið upp á framtíðarsýn eða ekki. Verður Íslendingum boðið upp á takmark til að setja stefnuna á? Eða munum við þurfa að láta reka á reiðanum gegnum enn eitt óvissu misserið? Valdið er í höndum þingmannanna okkar, hvar í flokki sem þeir standa. Guð blessi Ísland og Alþingi Íslendinga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand