Svipuhögg og flengingar

Nú eru tímamót þótt ferðin sé rétt að hefjast. Anna Pála Sverrisdóttir bendir í leiðara dagsins á það hvernig stjórnarandstöðunni mistókst að svipta andstæðinga og fylgismenn ESB tækifærinu til að ræða kosti og galla aðildar á málefnalegan hátt.  Svipur og flengingar eru líka eitthvað sem bara Sjálfstæðismanni dytti í hug að bendla við pólitíska umræðu.

Til hamingju með að Ísland ætli loksins að sækja um aðild að ESB! Í gær, gleðidaginn 16. júlí 2009, reyndu ýmsir að draga úr gleði Evrópusinna. Andstæðingar reyndu að færa langsótt rök fyrir því að í raun ætti maður að vera óhress og skoðanasystkini mín í málinu byrjuðu strax að tala niður væntingar. Vissulega er þetta bara einn áfangi og nú byrjar ballið fyrir alvöru. Ég leyfði mér hins vegar að vera bara glöð.

Gærdagurinn var auðvitað ekki auðveldur fyrir marga og þá síst fyrir Vinstri græn, sem stjórnarandstaðan notaði sem fjarvistarsönnun fyrir eigin skoðanir í málinu. Tilvitnun dagsins átti varaformaður flokksins sem svaraði ásökunum Birgis Ármannssonar svo: „Háttvirtur þingmaður talaði hér um svipuhögg og flengingar. Kannski er slíkt hluti af hans reynsluheimi.“ Í kjölfarið gerði hún grein fyrir atkvæði sínu með því sem skiptir máli: Aðild að ESB hefur verið rædd á Íslandi í árafjöld án þess að hægt sé að ræða valkosti fyrir alvöru. Það er kominn tími á að fólk fái að kjósa um aðildarsamning.

Þarna kom Katrín Jakobsdóttir inn á kröfuna um lýðræðislegt ákvörðunarferli, sem Ungir jafnaðarmenn hafa svo lengi barist fyrir. Hún hefur efasemdir um aðild meðan ég sjálf er jákvæð en við tvær getum verið sammála um að Íslendingar eigi að fá að kjósa um aðildarsamning þegar hann verður tilbúinn. Á þessu grundvallast afstaða ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Það fólk er ekki hrætt við að gefa fólki raunverulegt val, öfugt við stjórnarandstöðuna sem vildi eyða pening og tíma sem við höfum ekki í kosningar um fabúleringar.

„Nauðsynlegt er að haft verði víðtækt samráð um umsóknina og að samningsferlið verði galopið svo allir Íslendingar geti fylgst með því,“ ályktuðu svo Ungir jafnaðarmenn í gær. Núna skiptir öllu máli að ríkisstjórnin standi við loforð um að svo verði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand