UJR með opinn fund um neytendamál

Á fimmtudaginn kemur verður opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um neytendamál. Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, mæta og fara yfir hvað er á döfinni á næstu misserum. Ágætu félagar,

Á fimmtudaginn kemur (13. sept) verður opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um neytendamál. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður viðskiptanefndar Alþingis, og Jón Þór Sturluson , aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, mæta og fara yfir hvað er á döfinni á næstu misserum. Áhugafólk um lægri vexti, ódýran mat og hina sívinsælu verðtryggingu er sérstaklega hvatt til að mæta!.

Fundurinn verður í húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg og hefst stundvíslega kl. 18.00. Athugið að hann er ekki á miðvikudegi eins og aðrir fundir UJR hingað til, heldur á fimmtudegi.

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið