Landsþing 6.-7. október 2007

Landsþing Ungra jafnaðarmanna, sem er hið 8. í röðinni, verður haldið í þetta sinn helgina 6. – 7. október á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Landsþing Ungra jafnaðarmanna, sem er hið 8. í röðinni, verður haldið í þetta sinn helgina 6. – 7. október á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík (Húsnæði Samfylkingarinnar á 2. hæð og í Lídósalnum í kjallara hússins). Magnús Már Guðmundsson, núverandi formaður UJ, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs en hann hefur setið í stjórn Ungra jafnaðarmanna frá 2003 þar af sem formaður síðan í september 2006.


Dagskrá landsþingins verður auglýst síðar. Á þinginu mun fara fram krafmikið málefnastarf og munu átta málefnahópar starfa á þinginu þar sem stefna ungs Samfylkingarfólks verður mótuð. Hóparnir sem koma til með að starfa á þinginu eru:

1. Atvinnu-, viðskipta- og efnahagsmál
2. Fjölskyldu- og barnamál
3. Mennta- og menningarmál
4. Heilbrigðis- og velferðarmál
5. Umhverfismál og auðlindanýting
6. Jafnréttismál og kvenfrelsi
7. Innanríkis- og stjórnskipunarmál
8. Utanríkismál

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í málefnahóp í aðdraganda landsþingsins eru beðnir um að senda póst á netfangið uj@samfylking.is og tilgreina hvaða hóp viðkomandi hafi hug á vera þátttakandi að. Nafn og símanúmer þarf einnig að koma fram.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand