[Ályktun] Evrópumál á dagskrá

Ungir jafnaðarmenn hvetja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til að skipa samráðsnefnd stjórnmálaflokka á Alþingi í Evrópumálum strax á fyrstu dögum komandi þings líkt og kveður á um í stjórnarsáttmála flokkanna. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til að skipa samráðsnefnd stjórnmálaflokka á Alþingi í Evrópumálum strax á fyrstu dögum komandi þings líkt og kveður á um í stjórnarsáttmála flokkanna. Ungt Samfylkingarfólk telur mikla þörf á opinskárri umræðu um Evrópumál hvort heldur innan eða utan Alþingis. Samkvæmt reglulegum skoðanakönnum Samtaka iðnaðarins sést að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evrunnar er mikill meðal þjóðarinnar og er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi nánari samstarfi við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu. Ungir jafnaðarmenn ítreka að lokum þá afstöðu sína, og Samfylkingarinnar, að endanleg ákvörðun um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eigi að vera í höndum þjóðarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand