[Ályktun] Jafnaðarstjórn sem stefnir á Evrópu

UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB. UJ telja ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt ef ekki komi til stefnubreytingar Sjálfstæðisflokks í Evrópumálum. Þá ítreka UJ skilyrðislausa kröfu um uppstokkun innan ríkisstjórnarinnar til að endurvekja traust á störfum hennar. Sama gildir um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.

UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB. UJ telja ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt ef ekki komi til stefnubreytingar Sjálfstæðisflokks í Evrópumálum. Þá ítreka UJ skilyrðislausa kröfu um uppstokkun innan ríkisstjórnarinnar til að endurvekja traust á störfum hennar. Sama gildir um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.


UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB

Ungir jafnaðarmenn telja ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt ef ekki komi til stefnubreytingar Sjálfstæðisflokks í Evrópumálum. Samfylkingin á ekki að sitja í ríkisstjórn sem stefnir ekki að aðildarviðræðum við ESB.

Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að standa vörð um jöfnuð í íslensku samfélagi. Framundan er einstakt tækifæri til uppbyggingar samfélagsins þannig að jöfn tækifæri standi öllum til boða. Ungir jafnaðarmenn draga stórlega í efa að Sjálfstæðisflokkurinn sé fær um að taka þátt í þeirri uppbyggingu.

Ungir jafnaðarmenn ítreka skilyrðislausa kröfu um að farið verði í uppstokkun innan ríkisstjórnarinnar til að endurvekja traust á störfum hennar. Sama gildir um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi í öllum aðgerðum. Ungir jafnaðarmenn gera því ríka kröfu til ráðherra flokksins um að framfylgja því nú.

UJ minna að lokum á að forsendur stjórnarsáttmálans og kosninganna 2007 eru löngu brostnar. Lýðræðisleg krafa er að gengið verði til kosninga ekki seinna en í vor.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand