Pólitíkusinn Davíð

Hann hótar forsætisráðherra því að hann snúi aftur í pólitík, verði hann ekki áfram Seðlabankastjóri. Hlutverk Davíðs í pólitík yrði þá það sama og hann hefur nú sem bankastjóri – AÐ VERJA ARFLEIÐ SÍNA. Arfleiðin er handónýt íslensk króna og sú staðreynd að við erum ekki í Evrópusambandinu.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur nú enn einu sinni sannað að hann er enn á fullu í pólitík. Hann hótar forsætisráðherra því að hann snúi aftur í pólitík, verði hann ekki áfram Seðlabankastjóri. Hlutverk Davíðs í pólitík yrði þá það sama og hann hefur nú sem bankastjóri – AÐ VERJA ARFLEIÐ SÍNA. Arfleiðin er handónýt íslensk króna og sú staðreynd að við erum ekki í Evrópusambandinu.

Hótunin felst ekki í að fella Geir sem formann á næsta landsfundi „Flokksins“. Hún felst í því að gera starf nýstofnaðrar Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins að engu. Tryggja að líkleg niðurstaða nefndarinnar, um að Ísland eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar, verði felld á landsfundi flokksins í janúar 2009. Helstu samverkamenn Davíðs, þeir Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason, eru nú þegar byrjaðir að stýra umræðunni í átt frá Evrópusambandinu. Davíð óttast dóm þjóðarinnar um arfleiðina.

Á fundi viðskiptanefndar þingsins sagði Davíð að hann hefði skýrt ríkisstjórninni frá því, fyrir bankahrunið, að það væru 0% líkur á að íslensku bankarnir myndu lifa af. Með því er hann að firra sig ábyrgð og færa hana alfarið yfir á ríkisstjórnina þrátt fyrir að hafa gefið bönkunum heilbrigðisvottorð í skýrslu Seðlabankans síðastliðið vor. Í kjölfarið gaf Ingibjörg Sólrún út yfirlýsingu þess efnis að Davíð hafi ekki skýrt henni frá þessum hugmyndum sínum. Ráðherra bankamála, Björgvin G. Sigurðsson, hafði heldur ekki heyrt þetta frá honum og áður en bankarnir féllu hafði hann ekki hitt Davíð í tæpt ár. Þegar þeir loks hittust þá lagði Davíð til að ríkisstjórninni yrði slitið og mynduð þjóðstjórn.

Ástæðan fyrir því að Davíð vill ekki ræða við Ingibjörgu og Björgvin um vanda bankanna er sú að hann tók Sjálfstæðisflokkinn og arfleið sína fram yfir upplýsta umræðu. Hann hefur hvíslað þessu að áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Hann vildi alls ekki að fréttir af þessum vanda bankanna spyrðust út því þær hefðu orðið vatn á myllu fylgismanna aðildar að Evrópusambandinu. Vegna þess að vandræðin opinberuðu veikleika Seðlabanka Íslands til að taka á lausafjárvanda bankanna sem varð þeim að falli.

Af þessu má ráða að forgangsröðun Davíðs sé eftirfarandi:
1. Arfleið sín
2. Flokkurinn
3. Þjóðin

Það er augljóst að Davíð er enn í pólitík. Þess vegna er hann óhæfur seðlabankastjóri ofan á það bætist röð af mistökum í starfi og röð af árásum á ríkisstjórnina. Að forsætisráðherra og þingmenn Flokksins verji hann enn er ótrúlegt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand