Bersinn: Opnum Evrópu og aftengjum Dyflinarreglugerðina

Ingvar Þór Björnsson var kjörinn formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði á aðalfundi félagsins sem haldinn var um helgina. Agnes Rún Gylfadóttir var kjörin varaformaður félagsins, Elín Lára Baldursdóttir er nýr ritari og Jón Grétar Þórsson er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Óskar Steinn Ómarsson, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Adda Guðrún Gylfadóttir og Vilborg Harðardóttir.

Aðalfundurinn samþykkti svohljóðandi stjórnmálaályktun:

Opnum ytri landamæri Evrópusambandsins

Straumur flóttafólks yfir Miðjarðarhafið sýnir að brýn þörf er á breytingum í landamæralöggjöf Evrópusambandsins. Bersinn vill að Ísland beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að opnað verði fyrir löglega og örugga leið inn í Evrópu svo flóttafólk þurfi ekki að leggja sig í bráða lífshættu á leið sinni í öruggt skjól.

Þá skorar Bersinn á íslensk stjórnvöld að þrýsta á að opnaðar verði sérstakar þjónustmiðstöðvar utan Evrópu sem hefðu þann tilgang að veita flóttafólki vegabréfsáritanir í ríkjum Evrópu. Með þessu væri hægt að opna löglega leið inn í Evrópu og um leið draga úr dauðsföllum og stuðningi við ólöglega smyglara.

Aftengjum Dyflinarreglugerðina

Bersinn skorar á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að aftengja Dyflinarreglugerðina strax. Óforsvaranlegt er að senda hælisleitendur sem hingað koma frá stríðshrjáðum löndum til baka til landa þar sem hælisleitendur búa við ómannúðlegar aðstæður.

Fordæmum hatursorðræðu

Bersinn fordæmir hatursorðræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og á netmiðlum undanfarið og beinist einkum að flóttafólki og hælisleitendum. Slík orðræða getur aukið hættuna á því að fólk sem hingað kemur einangrist félagslega og upplifi sig ekki velkomið. Bersinn hefur áhyggjur af uppgangi öfga-þjóðernisstefnu hér á landi og þeirri lýðræðisógn sem af henni stendur.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand