Ída býður sig fram til formanns Hallveigar

Ída Finnbogadóttir býður sig fram til formanns Hallveigar á aðalfundi félagsins sem fer fram á föstudaginn. Ída hefur gegnt embætti ritara Hallveigar undanfarið ár, auk þess að eiga sæti í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna. Ída telur sóknarfæri Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að finna víða og vill efla jafnaðarstefnuna í höfuðborginni.

Þá hefur Viktor Stefánsson gefið kost á sér sem varaformaður Hallveigar. Hann gegnir embætti gjaldkera félagsins og situr ásamt Ídu í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.

Aðalfundurinn fer fram í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg 1, föstudaginn 2. október klukkan 20:00.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand