Færeyski Javnaðarflokkurinn taki sig á í málefnum hinsegin fólks

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, harma að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Færeyja, sem Javnaðarflokkurinn er með forystuhlutverk í, skuli málefnum hinsegin fólks vera veitt svo lítið vægi að eini hinsegin þingmaður Javnaðarflokksins og reyndar alls Lögþingsins, finni sig knúna til að segja sig úr Javnaðarflokknum.

Sonja Jógvansdóttir hlaut þriðja hæsta persónukjörið, á eftir formönnum Javnaðarflokksins og Tjóðveldisflokksins, í nýafstöðnum kosningum til Lögþingsins.  Sonja er fyrsti opinberlega hinsegin einstaklingurinn sem er kjörinn inn á Lögþingið og talaði fyrir því í kosningabaráttunni að samkynja pör gætu gengið í staðfesta samvist.

Sonja hefur nú sagt sig úr flokknum, þar sem hvergi er minnst á staðfesta samvist samkynja para í stjórnarsáttmálanum.  Formaður ungliðahreyfingar Javnaðarflokksins og fleiri ungliðar hafa einnig sagt sig úr flokknum, þar sem þeim finnst flokkurinn ekki standa fyrir jafnan rétt allra borgara, fyrst þetta málefni er virt að vettugi.

Það er afar miður að Javnaðarflokkurinn skuli ekki taka skýra afstöðu í þessu máli og gera þessa mannréttindabaráttu að sinni, enda er réttindabarátta viðkvæmra minnihlutahópa snar þáttur í nútímalegri jafnaðarstefnu. Ungir jafnaðarmenn skora á Javnaðarflokk Færeyja að setja málefni hinsegin fólks á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar á þann hátt að hinsegin þingmenn upplifi flokkinn sem góðan vettvang fyrir baráttu sína og stór skref verði tekin gegn lagalegri mismunun hinsegin fólks í Færeyjum – enda eru Færeyjar eftirbátar annarra Norðurlanda þegar kemur að réttindum hinsegin fólks .

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand