[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn skora á utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Darfurhéraðs

Ungir jafnaðarmenn skora á Valgerði Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að gripið verði til fullnægjandi ráðstafana og milljónum einstaklinga komið til aðstoðar. Ungir jafnaðarmenn vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér í mun ríkari mæli fyrir friði í heiminum sem hlutlaus og herlaus þjóð.

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fordæma aðgerðaleysi og seinagang alþjóðasamfélagins í málefnum Darfurhéraðs í Súdan þar sem þjóðarmorð eru framin og aðrar glæpir gegn mannkyni. Ríkisstjórn Íslands sem og annara ríkja ber siðferðileg skylda að verða við neyðarkalli íbúa héraðsins. Þegar hafa hundrað þúsunda fallið í átökunum og einhver mesti mannlegi harmleikur okkar tíma orðinn að veruleika. Það er hræðilegt til þess að hugsa að þjóðarmorð líkt og áttu sér stað í Rúanda, séu nú að endurtaka sig í Darfur í Súdan.

Ungir jafnaðarmenn skora á Valgerði Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að gripið verði til fullnægjandi ráðstafana og milljónum einstaklinga komið til aðstoðar. Ungir jafnaðarmenn vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér í mun ríkari mæli fyrir friði í heiminum sem hlutlaus og herlaus þjóð.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur