Samfylkingin notar fyrstur flokka netkosningu

Netkosning var notuð í fyrsta sinn í íslenskum stjórnmálaflokki þegar kosið var í stjórn sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar sl. miðvikudagskvöld. Var stjórnin kjörin á aðalfundi ráðsins sem haldinn var á Akureyri. Netkosning var notuð í fyrsta sinn í íslenskum stjórnmálaflokki þegar kosið var í stjórn sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar sl. miðvikudagskvöld. Var stjórnin kjörin á aðalfundi ráðsins sem haldinn var á Akureyri. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kjörinn formaður og meðstjórnendur Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi frá Akureyri og Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarfulltrúi í Árborg.

Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar
Formaður ráðsins var að þessu sinni kjörinn með netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna flokksins og mun þetta vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð í kosningum hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Kosning var óhlutbundin og hlaut Dagur B. Eggertsson rúm 83% atkvæða.

Ítrustu öryggisráðstafana gætt
Netkosningin gekk afar vel fyrir sig og var beitt ítrustu öryggisráðstöfunum til að koma í veg fyrir hugsanlega misnotkun og tryggja að öll atkvæði væru órekjanleg. Reynsla af þessari kosningu verður nú notuð til að meta hvernig Samfylkingin geti í framtíðinni beitt netkosningu til að auðvelda aðkomu almennra flokksmanna að ákvarðanatöku innan flokksins. Netkosning er afar áhugaverð leið til að auka lýðræði í stjórnmálum sem er eitt af mikilvægustu stefnumálum Samfylkingarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand