Október er matarmánuður hjá Ungum jafnaðarmönnum! Verða af því tilefni haldnir a.m.k. tveir opnir fundir í mánuðinum og er sá fyrri næstkomandi laugardag (7. okt) kl. 16 í húsnæði flokksins að Hallveigarstíg. Ágætu félagar,
Október er matarmánuður hjá Ungum jafnaðarmönnum! Verða af því tilefni haldnir a.m.k. tveir opnir fundir í mánuðinum og er sá fyrri næstkomandi laugardag (7. okt) kl. 16 í húsnæði flokksins að Hallveigarstíg. Mun Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona, fjalla um hugmyndir Samfylkingarinnar til lækkunar matarverðs, afstöðu flokksins til vörugjalda og einkasölu á áfengi og aldursmörk á neyslu þess, í afslöppuðu umhverfi áhugasamra jafnaðarmanna. Allir sem vilja vera samræðuhæfir í gleðskap laugardagskvöldsins eru hvattir til að mæta og hafa gaman af. Fundarstjóri verður Magnús Már Guðmundsson, formaður samtakanna.
Bestu kveðjur,
Stjórnin
P.S. Endilega takið fimmtudagskvöldið 12. október frá sömuleiðis – má búast við þrususkemmtilegum fund með sérfróðum aðilum um matarverð og landbúnaðarmál það kvöldið. Nánar auglýst síðar!