[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn skora á stjórnarflokkana að samþykkja tillögu Samfylkingarinnar um lækkun matarverðs

Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu Samfylkingarinnar um lækkun matvælaverðs þar sem lagt er til að virðisaukaskattur á matvöru verði lækkaður um helming, vörugjöld af matvælum verði felld niður sem og innflutningstollar í áföngum.

Undanfarin ár hefur Samfylkingin einn flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs en ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið gegn öllum slíkum tillögum á Alþingi. Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu Samfylkingarinnar um lækkun matvælaverðs þar sem lagt er til að virðisaukaskattur á matvöru verði lækkaður um helming, vörugjöld af matvælum verði felld niður sem og innflutningstollar í áföngum. Ungir jafnaðarmenn leggja áherslu á að hið nýja fyrirkomulag um stuðning við bændur verði unnið í góðu samráði við þá.

Lækkun matvælaverðs hefur ekki verið forgangsmál stjórnarflokkana og hafa flokkarnir beinlínis kosið gegn slíkum tillögum. Ungir jafnaðarmenn skora á ríkisstjórnarflokkana að breyta afstöðu sinni og samþykkja tillögu Samfylkingarinnar á komandi þingvetri og lækka þannig matarverð meðalfjölskyldunnar hér á landi um rúmlega fjórðung eða 200 þúsund krónur á ári. Slík breyting mun koma öllum til góða.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand