Bryndís Ísfold hyggur á framboð

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hefur tilkynnt að bíður fram krafta sína fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 29 ára verslunarkona sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans. Meðal annars var hún formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili og situr nú í mannréttindanefnd. Þá var hún formaður Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík 2003.

Einnig sat Bryndís Ísfold í fyrsta ráðskonuráði Femínistafélags Íslands.

Bryndís Ísfold rak eigin verslun á Laugaveginum og stundar nú nám í viðskipta- og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Bryndís Ísfold leggur áherslu á nýjar leiðir í atvinnusköpun, jafnrétti og fjölskylduvænna samfélag.

Hún er gift Torfa Frans Ólafssyni framleiðslustjóra hjá CCP hf. Þau eiga soninn Konráð Bjart.

Heimasíða hennar er www.bryndisisfold.com

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur