[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla lokun Listdansskóla Íslands

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla harðlega þeim áformum menntamálaráðherra að leggja Listdansskóla Íslands niður í núverandi mynd. Með þessari ákvörðun er verið að kippa stoðunum undan listdansnámi á Íslandi og brjóta á bak aftur það mikilvæga starf sem Listdansskóli Íslands hefur gengt í 53 ár. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla harðlega þeim áformum menntamálaráðherra að leggja Listdansskóla Íslands niður í núverandi mynd. Með þessari ákvörðun er verið að kippa stoðunum undan listdansnámi á Íslandi og brjóta á bak aftur það mikilvæga starf sem Listdansskóli Íslands hefur gengt í 53 ár.

Ljóst er að framhaldsskólar geta ekki tekið við listdanskennslu áframhaldsskólastigi án verulegra útgjalda þar sem námið krefst sérhæfðs æfingarýmis og faglegrar kennslu. Þeir einkaskólar sem þegar bjóða upp á kennslu í listdansi hafa heldur ekki möguleika á því að taka á móti þeim nemendum sem stunda nú nám við Listdansskólann án þess að það hafi í för með sér verulega hækkun á skólagjöldum. Á þessu skólaári eru 208 nemendur skráðir í Lisdansskólann og þar af 160 í grunnnámi, en með ákvörðun menntamálayfirvalda er verið að skerða möguleika þessara nemenda á að stunda nám sitt.

Enn fremur vilja Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík árétta að listdansnám er á engan hátt sambærilegt við tónlistarnám líkt og haft hefur verið eftir menntamálaráðherra. Eðli þessara tveggja tegunda lista er gjörólíkt og þurfa nemendur í listdansi mun meiri tíma undir leiðsögn kennara í sérhæfðu húsnæði en nemendur í tónlistarnámi.

Ungir jafnaðarmenn skora á Þorgerði Katrínu, menntamálaráðherra, að endurskoða afstöðu sína í málinu og koma þannig í veg fyrir það menningarlega stórslys sem lokun Listdansskóla Íslands yrði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand