Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetur Alþingi til að gera breytingar á kosningalöggjöfinni og láta kosningar til Alþingis og sveitastjórna fara fram á haustin en ekki á vorin eins og nú er. Núverandi fyrirkomulag dregur, að mati ungra jafnaðarmanna, stórlega úr möguleikum yngra fólks, sem margir hverjir eru námsmenn, til að taka fullan þátt í lýðræðinu, enda er kosningabaráttan þá í gangi á sama tíma og próf og próflestur í flestum skólum landsins. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetur Alþingi til að gera breytingar á kosningalöggjöfinni og láta kosningar til Alþingis og sveitastjórna fara fram á haustin en ekki á vorin eins og nú er. Núverandi fyrirkomulag dregur, að mati ungra jafnaðarmanna, stórlega úr möguleikum yngra fólks, sem margir hverjir eru námsmenn, til að taka fullan þátt í lýðræðinu, enda er kosningabaráttan þá í gangi á sama tíma og próf og próflestur í flestum skólum landsins.
Hvarvetna í heiminum er litið á það sem sérstakt markmið að ýta undir stjórnmálaþátttöku ungs fólks, enda er hlutfall ungs fólk meðal þeirra sem sitja heima á kjördag að jafnaði hærra en annarra aldurshópa. Sá lýðræðishalli eykst enn þá meir vegna tímasetningu kosninga á Íslandi og er það sérstakt áhyggjuefni að mati ungra jafnaðarmanna. Rödd ungs fólks verður að fá að heyrast svo kosningaúrslit endurspegli ekki einungis vilja hluta þjóðarinnar. Það er sjaldséður viðburður í nágrannalöndum okkar að gengið sé að kjörborðinu í maímánuði – t.d. má nefna að um miðjan september nk. standa fyrir dyrum þingkosningar í bæði Noregi og Þýskalandi.
Ungir jafnaðarmenn telja tímabært að koma af stað umræðu um lýðræðisþátttöku ungs fólks, ekki síst nú þegar unnið er að endurskoðun stjórnarskrárinnar á vegum stjórnamálaflokkanna. Núverandi fyrirkomulag með kosningum á vorin setur ungu fólki stólinn fyrir dyrnar að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins. Við það vilja ungir jafnaðarmenn ekki búa.