[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa vonbrigðum yfir ákvörðun Ólafs F. Magnússonar

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, að slíta samstarfi sínu við fráfarandi meirihluta í borgarstjórn og mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki,“

 „Þær ástæður sem Ólafur hefur gefið fyrir samstarfsslitunum eru að mati UJR afar ótrúverðugar enda ljóst að borgarfulltrúinn, sem sneri aftur til starfa á vettvangi borgarstjórnar fyrir einungis sjö vikum, hefur ekki gefið sér mikinn tíma til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd innan fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. Vert er að velta því upp hversu mikil heilindi hafi legið að baki þátttöku Ólafs í meirihlutanum, sem hann sjálfur hafði frumkvæði að því að mynda á sínum tíma.  

UJR harmar jafnframt afstöðu nýs meirihluta til uppbyggingar í Vatnsmýrinni og færslu Reykjavíkurflugvallar enda er þar um að ræða eitt brýnasta hagsmunamál komandi kynslóða Reykvíkinga. Er það ólíðandi að Vatnsmýrinni geti þannig verið haldið í gíslingu vegna valdabrölts nýs meirihluta.  

Af hálfu Sjálfstæðismanna er það mikill ábyrgðarhluti að efna til svo veikbyggðs meirihlutasamstarfs, sem nýtur ekki einu sinni stuðnings varamanns verðandi borgarstjóra. Atburðarrás gærdagsins, sem og sá hringlandaháttur sem er líklegur vegna mismunandi afstöðu aðal- og varaborgarfulltrúa F-listans til meirihlutasamstarfsins, mun hafa afar neikvæðar afleiðingar í för með sér á stjórn Reykjavíkurborgar og er síst til þess fallið að styrkja trú almennings á borgarstjórn og störfum hennar.  

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja ennframt ámælisvert að Sjálfstæðismenn styðji nú til borgarstjóra oddvita lista sem naut einungis 10% fylgis í síðustu borgarstjórnarkosningum og mældist raunar með einungis 3% stuðning í nýlegri skoðanakönnun. Gengur það bersýnilega þvert á vilja borgarbúa og er til marks um að forvígismenn hins nýja meirihluta taki eigin völd fram yfir hagsmuni Reykvíkinga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið