Stöðvum ruglið í Reykjavík: Yfirlýsing frá ungliðahreyfingum Tjarnarkvartettsins

Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar  og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Þessi samstaða er lykilatriði í því að úthýsa ruglinu úr ráðhúsinu.

Komið hefur í ljós að þessi skyndilegu og ástæðulausu umskipti byggja ekki á málefnaágreiningi heldur eru til komin vegna þess að sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru tilbúnir að gera allt sem þarf til að ná aftur völdum eftir að hafa hrökklast frá vegna hneykslismála.

Nýr meirihluti verður auk þess óstarfhæfur vegna ósamstöðu meðal Sjálfstæðismanna og manneklu innan klofins F-lista sem eykur enn á óstöðugleikann í stjórnkerfi Reykjavíkur.

Reykvíkingar eiga betra skilið en að borgarstjórn þeirra leysist upp í baktjaldamakk  og valdatafl. Nýr meirihluti var augljóslega myndaður á röngum forsendum og enn er hægt að hætta við. Ungliðahreyfingarnar hvetja alla sem mögulega geta til þess að mæta á mótmæli Reykvíkinga  fyrir framan ráðhúsið, klukkan 11.45 á morgun fimmtudag, og koma skoðun sinni á þessu athæfi á framfæri áður en fundur borgarstjórnar hefst.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand