[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn harma hvernig staðið er að ráðningu sendiherra

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma hvernig staðið er að skipunum í opinber embætti á Íslandi. Eitt nýjasta dæmið er skipun í embætti sendiherra fyrir Íslands hönd. Það er ljóst eftir þá skipun að samtryggingin milli íslenskra stjórnmálamanna liggur í sumum tilfellum þvert á flokkslínur. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma hvernig staðið er að skipunum í opinber embætti á Íslandi. Eitt nýjasta dæmið er skipun í embætti sendiherra fyrir Íslands hönd. Það er ljóst eftir þá skipun að samtryggingin milli íslenskra stjórnmálamanna liggur í sumum tilfellum þvert á flokkslínur.

Næsta kynslóð stjórnmálamanna verður að gæta þess að taka ekki upp sömu ósiði og hin, að því er virðist, óforbetranlega kynslóð stjórnmálamanna sem nú stýrir för á Alþingi Íslendinga. Innleiða verður á þeim vinnustað heilbrigðari viðhorf gagnvart embættum og störfum á vegum ríkisins. Ungir jafnaðarmenn vilja að störf sendiherra verði auglýst og þá geti t.d. att kappi umsækjendur sem hafa langan starfsferil innan utanríkisþjónustunarinnar, forkólfar úr atvinnulífinu, menntamenn og jafnvel fyrrverandi stjórnmálamenn. Hæfustu umsækjendurnir með slíkan bakgrunn gætu án efa sinnt alþjóðasamskiptum fyrir Íslands hönd með miklum sóma.

Ef stjórnmálamenn geta ekki stillt sig um að skipa í ákveðnar stöður gæðinga úr eigin flokkum þá hljótum við að þurfa að skoða þann möguleika að taka upp breyttar hefðir í stjórnsýslunni hér. Það mætti hugsa sér að lýsa því einfaldlega yfir hvaða embætti séu pólitískt skipuð og að viðkomandi einstaklingum verði þá gert að taka pokann sinn á sama tíma og stjórnmálamennirnir sem skipi þá.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand