Þessa dagana er mér lýðræðið sérlega hugleikið, eða kannski mögulegan skort á því. Við höfum horft upp á það að hugtakið lýðræði rétt eins og frelsi, hefur verið útjaskað og teigt í allar áttir þannig að erfitt er að henda reiður á því hvað það er og kannski sem meira skiptir hvers konar stjórnskipan felist í lýðræðisríki. Þessa dagana er mér lýðræðið sérlega hugleikið, eða kannski mögulegan skort á því. Við höfum horft upp á það að hugtakið lýðræði rétt eins og frelsi, hefur verið útjaskað og teigt í allar áttir þannig að erfitt er að henda reiður á því hvað það er og kannski sem meira skiptir hvers konar stjórnskipan felist í lýðræðisríki.
Það liggur í orðanna hljóðan að lýðræði er þar sem lýðurinn ræður, þar sem fólkið stýrir för. En er það reyndin? Er það nokkur staðar svo að lýðurinn ráði för að öðru leyti en að klæðast upp af og til á nokkurra ára fresti og ákveða hvaða atvinnu pólitíkusum þeir ætli að framselja sinn hluta valdsins til? Nei, svo er ekki og því er afar hæpið að hægt sé að tala um lýð-ræði. Kannski ætti frekar að tala um valdalánsræði eða framsalsræði.
Pólitíkusarnir fá eitt x af valdi fyrir hvert x sem merkt er við þá í kosningum og þegar uppi standi hafi þeim verið lánað ákveðinni fjöldi x-a sem þeir mega svo nota þangað til að þeir þurfa að skila x-inu aftur.
Á þessu kerfi er reyndar sá vankostur að sá sem x-ið á, getur aldrei nýtt það til annars en að x-a við einhvern atvinnumanninn. Geri hann það ekki þá er x-ið sett í frystingu þangað til næstu kosningar. Vissulega mætti halda því fram að þetta sé ekki ákjósanlegt þar sem það setur mengið úr samhengi en þetta er nú einu sinni það stjórnkerfi sem flest lönd vesturheims búa við og því verður maður að gefa það eftir. En þó svo að almenningur láni þetta vald frá sér þá þýðir það ekki að það sé gefins, og þeir sem valdið hafa að láni megi eigna sér það og nýta eins og þeirra eigin eign. Almenningsvald er ekki fiskveiðikvóti!
En því miður virðist sem vald-hafar líta á láns x-in sem sína eign og ekki þurfi að hlusta á skuldunautana. Og þá koma upp spurningar um hvaða eftirlit eigi að vera með skuldurunum þangað til þeir skila af sér lánsgripnum.
Í tímanna rás komust menn að því að heppilegast væri að starfræktar væru sjálfstæðar stofnanir sem hefðu það hlutverk að grípa í hnakkadrambið á þeim atvinnustjórnmálamönnum sem gleymdu því að þeir voru með x-in að láni og fóru í víking upp á eigin spítur. Þetta hljómar vel en reyndin er sú, allaveganna hérlendis, að reyni stofnanirnar að gera það þá er þeim bara lokað. Og hvað þá? Hverjir eiga þá að fylgjast með?
Dómsvaldið kemur upp í hugann. En þar er svipað upp á teningnum, ef farið er út af sporinu þá er bara náð í frændgarðinn og honum troðið inn til þægjunar.
Alþingi er starfrækt, að því er virðist, til þess eins að stimpla lög sem búin eru til hjá duglegustu skuldunautunum (sem kallast víst ráðherrar). Ekki er mikið aðhaldið þar…
En hvar er þá, hvar eru eftirlitsstofnarirnar sem eiga að passa x-in okkar á meðan þau eru í útleigu? Og hvað verður um lýð-ræðið þegar atvinnumennirnir eru búnir að eigna sér það sem almenningur lánaði þeim?
Og svo þegar þeir neyðast til þess að skila almúganum atkvæðunum þá upphefjast lofraddir, menn fá lánuð bros, eyða meiri peningum en flestir í almúganum vinna sér inn yfir lífsleiðina til þess að fá almúgagreyjið til þess að lána þeim x-i ðað nýju. Og almúginn stendur ráðvilltur í litlu herbergi og þarf að gefa frá sér x-ið aftur og veit ekki hvernig á að fara með það (það sér það svo sjaldan). Og þá koma allar sérhönnuðu auglýsingarnar upp í hugann og almúginn trúir að í þetta skipti verði þetta öðruvísi. Trúir og setur x-ið niður á blað. Og atvinnumennrinar koma fram og þakka fyrir sig, taka í hendur og alles, labba heim, leggjast á koddan, sofa svefni hinna réttlátu og vakna morguninn eftir og eru búnir að gleyma hverjir lánuðu þeim í gær.
Nú stendur yfir endurskoðun á grundvallar reglum x bransans þegar danska stjórnarskráin verður endurskoðuð. Og við í almúganum vonust til þess að atvinnumennirnir minnist þeirra sem hafa lánað þeim x-in í gengum tíðina og sjái sér kannski fært að borga pínkulítið aftur. Að þeir muni að grundvallarhugmyndin var (eins og tékkneska leikskáldið orðaði það) að valdið lægi hjá fólkinu og það sé fyrir þeirra vilja sem ríkið sé til. Og þær stundir geti komið upp að atvinnumennirnir viti ekki best og þá sé ekki úr vegi að leyta til og hlusta á þá sem lánaðu með penna sínum og hugsjónum.