Betri borg – Fyrir bílinn þinn?

Einkabíllinn er þarfaþing í Reykjavíkurborg, því geta fáir neitað. Hvort sem um ræðir vísitölufjölskylduna eða einstaklinginn, er ljóst að flestir nýta sér einkabifreið sem fararskjóta í Reykjavík og nágrenni hennar. Ólíkt flestum höfuðborgum Evrópu, hefur Reykjavík ekki náð að höfða til hins almenna borgarbúa með almenningssamgangnakerfi sínu, sem verður að takmarkast við Strætó BS. Varla er hægt að segjas að leigubílar þjóni hlutverki sínu sem liður í almenningssamgöngum, þó klókir menn hafi komist að því að leigubíll til og frá vinnu u.þ.b.10 sinnum í viku hafi í för með sér lægri útgjöld en einkabíllinn. Þetta má vera rétt, en við verðum samt sem áður að horfast í augu við aðsteðjandi vanda – en það er hinn síaukni bílafloti landsmanna – og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Einkabíllinn er þarfaþing í Reykjavíkurborg, því geta fáir neitað. Hvort sem um ræðir vísitölufjölskylduna eða einstaklinginn, er ljóst að flestir nýta sér einkabifreið sem fararskjóta í Reykjavík og nágrenni hennar. Ólíkt flestum höfuðborgum Evrópu, hefur Reykjavík ekki náð að höfða til hins almenna borgarbúa með almenningssamgangnakerfi sínu, sem verður að takmarkast við Strætó BS. Varla er hægt að segjas að leigubílar þjóni hlutverki sínu sem liður í almenningssamgöngum, þó klókir menn hafi komist að því að leigubíll til og frá vinnu u.þ.b.10 sinnum í viku hafi í för með sér lægri útgjöld en einkabíllinn. Þetta má vera rétt, en við verðum samt sem áður að horfast í augu við aðsteðjandi vanda – en það er hinn síaukni bílafloti landsmanna – og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Óþolandi umferð?
Skemmst er að minnast deilna sem spruttu fyrir u.þ.b. 2 árum er tengdust forgangsröðun í byggingu umferðarmannvirkja við Sundabraut annars vegar og við Miklubraut hins vegar. Þar voru ýmis sjónarmið viðruð er tengdust tiltölulega nýtilkomnu morgunumferðaröngþveiti sem Sjálfstæðismenn virtust gera sér töluverðan mat úr. Leiðin sem fyrir 10 árum tók 15 mínútur að keyra til vinnu hafði t.d. lengst um heilar 10 mínútur – og Gullinbrúin var hér m.a. kölluð skipulagsslys 10. áratugarins, hinir og þessir staðir í Reykjavík nefndir til sögunnar, þeir kallaðir misfögrum nöfnum sem og ýmsir borgarfulltrúar. Lítið virtust borgarbúar gera sér grein fyrir því, að um leið og fleiri sækja vinnu til Reykjavíkur, velja sér samastað í Reykjavík eða hafa einhver erindi að sækja til höfuðstaðarins, hlýtur umferð að aukast eftir því. Íslendingar hafa nefnilega ekki tamið sér þá fyrirhyggjusemi að leggja af stað um 10 mínútum fyrr á morgnana, því eins ólíklegt og það kann að hljóma munar miklu í umferðartöfum kl. 8:00 og kl. 7:45. Í milljónaborgum er það alþekkt að leggja af stað klukkustundum áður en mætt skal til vinnu – allt til að forðast umferð.

Ungir bílstjórar
En skorti á fyrirhyggjusemi Reykjavíkurbúa er e.t.v. ekki um að kenna. Við búum jú ekki í milljónaborg og viljum njóta góðs af stuttum vegalengdum milli staða. Að koma sér úr Grafarvogi niður í Hlíðar á 15 mínútum er í augum margra sjálfsagður hlutur, og bölva síðan borgarfulltrúum R-lista í sand og ösku þess á milli. Því þótt fólksfjöldi á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi sannarlega aukist til muna, samsvarar sú aukning alls ekki þeim gríðarlega bílaflota sem hér æðir um götur. Og telja má afar líklegt að úthverfi Reykjavíkur hafi ekki verið byggð með bílaflotann í huga.
Svarið er einnig fólgið í ungu kynslóðinni sem nú hefur orðið virkur hópur bílaeigenda. Með greiðum aðgangi að bílalánum og yfirdráttum sem næstum má fá að gjöf hjá þjónustufulltrúum bankanna, er ungu fólki gefnir úrslitakostir. Bílaeign menntaskólanema er orðin mjög almenn, og í dag heyrir það til undantekninga ef háskólanemi ferðast að jafnaði um á strætó.

Undirrituð tilheyrir þeim fámenna hópi (kemur m.a.s. úr Kópavogi), og erfitt er að skilja hvernig námsmenn eru tilbúnir að farga þúsundum króna í bensínkostnað og annað viðhald, þegar strætóferðir kosta aðeins brotabrot af þeirri fjárhæð, og eru í sjálfu sér alls ekki jafn slæmar og af er látið. Fyrir barnafólk er þó nauðsynlegt að hafa bíl til umráða, því Strætisvagninn er fararmáti einstæðingsins – öryrkjans, ellilífeyrisþegans eða námsmannsins með Ipodinn sinn. Óhentugur til að sækja börn á leikskóla, svo ekki sé meira sagt.

Klikkað lið
Undirrituð er þó heppin að eiga sér ferðafélaga í strætisvagninum, sem kemur einnig úr Kragakjördæmi. Telst þ.a.l. snarklikkaður, enda hefur hann gert sér ferð með strætisvagni úr Setbergshverfi Hafnarfjarðar niður í Háskóla Íslands á skóladegi hverjum sl. 3 ár. Þetta telst varla normalt. Án þess að fara að fordæma afnot stúdenta á lánsbifreiðum frá foreldrum eða duglega vinnuþjarka sem vinna sér inn fyrir kostnaði bíls – er ljóst að götur Reykjavíkur þola varla meira. Amerískir pallbílar bæta síðan gráu ofan á svart, en enginn virðist líta í eigin barm. Enginn vill sjá af sínum bíl, nema þó ef sýslumaðurinn hringdi bjöllunni.

Einkabílavæðing Sjálfstæðismanna
Bíllausi dagurinn er lummó. Strætó heillar enn síður, enginn veit af hverju. Sennilega er afsökunin fyrir að nota ekki strætó einfaldlega skortur á tíma. Alveg eins og fyrir að stunda ekki líkamsrækt; afspyrnu vond afsökun, en réttlát engu að síður. Ekki er það þó peningaleysi, það má telja víst. En hvað ef Strætóferðir væru ókeypis? Hvað um mislæg gatnamót? Betra skipulag? Flestir jánka við síðasttöldu lausninni, færri eru sammála um aðferðir. Sjálfstæðismenn gefa vandamáli okkar lítin gaum. Þeir fordæma bílastæðavanda Reykjavíkurborgar og vilja ekki sjá stöðumæla. Er helsta lausn Miðbæjarkreppunnar fólgið í fleiri bílastæðum eins og ávallt má ganga að vísum við Smáralind og Kringluna? Með fullri virðingu fyrir slíkri útsjónarsemi verður að telja þá lausn afleita. Miðbærinn rúmar ekki fleiri bíla, það er ljóst. Eins og í öllum helstu höfuðborgum sem glíma við of stóran bílaflota eru bílastæðagjöld til staðar, og hér í Reykjavík eru þau smámunir miðað við t.d. London, þar sem veggjöld eru greidd við miðborgarmörk. Sjálfstæðismenn nefna oft klukkuskífuna góðu sem lausn, þar sem hún hefur reynst vel í Danmörku. Þeir gefa því þó ekki gaum að hjólhesturinn er ríkjandi faramáti í Kaupmannahöfn, og þar glíma borgarbúar ekki við viðlíka plássleysi og hér er til staðar. Sjálfstæðismenn hygga á uppbygingu úthverfa og miðborgar sem miðast alfarið við hag bílaeigenda, því þar að baki liggur jú þungi atkvæða. En kemur skynsemi og fyrirhyggjusemi til sögunnar? Viðleitni til að betrumbæta almenningssamgöngur og m.a.stuðla að hreinna andrúmslofti? Verður að telja það ólíklegt.

Ljóst er að bylting þarf að verða í samgöngumálum í Reykjavíkurborg ef við ætlum að fara að snúa dæminu við, Íslendingar eru og verða bílaþjóð og við því verður ekki spornað án stórtækra aðgerða. Til að byrja með má skoða þá hugmynd fyrir alvöru að veita námsmönnum, öryrkjum, ungmennum og ellilífeyrisþegum ókeypis strætisvagnaferðir að vetrarlagi til að byrja með. Þessa hugmynd verður að skoða með samfélagslegt vandamál í huga, sem orðið er íslensku þjóðinni mikil byrði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið