[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun þingmanns Samfylkingarinnar

Ungir jafnaðarmenn beina því til allra þeirra rúmlega 70 einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjörum flokksins er fram hafa farið undanfarnar vikur að virða niðurstöður þeirra og val flokksfélaga og stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, Valdimars Leó Friðrikssonar, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi. Ungir jafnaðarmenn beina því til allra þeirra rúmlega 70 einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjörum flokksins er fram hafa farið undanfarnar vikur að virða niðurstöður þeirra og val flokksfélaga og stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Frambjóðendunum er gáfu kost á sér samþykktu um leið þær reglur og fyrirkomulag sem viðhaft var við val á forystusætum flokksins í öllum kjördæmum landsins. Kemur á óvart að forystumaður í íþróttastarfi skuli ekki kunna að taka tapi betur en raun ber vitni og sjái ekki sóma sinn í því að láta af þingmennsku fyrst hann telji sig ekki eiga lengur samleið með flokknum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand