Menningar- og listamánuður UJ

Katrín Júlíusdóttir kemur á seinni fund Ungra jafnaðarmanna um menningar og listir nk. miðvikudagskvöld kl. 20.

Í síðustu viku héldu Ungir jafnaðarmenn opinn fund með Hjálmari H. Ragnarssyni, rektor Listaháskóla Íslands, og Sólveigu Arnarsdóttur, leikkonu, um stöðu menningar og lista í íslensku samfélagi. Nú er komið að af öðrum fundi af svipuðu meiði þar sem Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, mun flytja erindi um stefnu og stöðu Samfylkingarinnar í þessum málum.

Í kjölfarið verða opnar umræður sem verða eflaust ekki síður áhugaverðar en umræðurnar á fundinum í seinustu viku. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 22. nóvember kl 20.00 í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1.

Hvetjum auðvitað allt menningarlegt og þenkjandi fólk að mæta og taka þátt í áhugaverðum umræðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið