Valddreifing

Sölmundur Karl Pálsson segir almenning þarf að hugsa um hvernig stjórnkerfið okkar eigi að virka. Sölmundur spyr hvort við viljum að völd safnist á fárrar hendur. Eins og margir gamlir hugsuðir töldu að félagslegur hreyfanleiki væri heilbrigður fyrir samfélag, og vildu þar með að valddreifing yrði nægileg til þess að ná félagslegum hreyfileika.

Eitt af því besta sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gerði var að selja bankanna, og þannig losa bankakerfið undan ofvaldi stjórnmálamanna sem vita lítið sem ekkert um rekstur banka. Það má Davíð Oddson eiga að hann reyndi að minnka vald stjórnmálamanna, en því miður þá gekk hann ekki nógu langt, eins og ég vildi. Það er því merkilegt að Sjálfsstæðisflokkurinn sem vill oft láta kalla sig hægri flokk sem verndar frelsi einstaklings, skyldi ekki ganga lengra í þessum málefnum.

Það má alltaf deila um hvort að verðið á bönkunum hafi verið of lágt, en salan er búinn og þýðir því ekkert að væla yfir því. Hins vegar finnst mér eins og Sjálfsstæðisflokkurinn sé ekkert alltof spenntur fyrir því að dreifa valdinu betur, því miður. Eins og flestir vita þá er talað um þrískiptingu valds í stjórnaskrá Íslands, framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. En er valddreifing á Íslandi nógu góð?

Að mínu mati er það ekki svo, mér hefur fundist það oft skrítið og jafnvel stangast á við stjórnaskrá Íslands að ráðherrar séu jafnframt alþingismenn, en þar fer einmitt bæði framkvæmdarvald og löggjafarvald saman. Er þetta ekki eitthvað skrítið? Er ekki dálitíð skrítið að ráðherra geti lagt fram frumvarp, greitt sjálfur um það atkvæði hvort það fari í gegn eða ekki og framkvæmt það síðan sjálfur?

Annað finnst mér virkilega undarlegt en það er að dómsmálaráðherra geti ráðið hæstaréttardómara. Ég hélt að dómsvaldið ætti að vera aðskilið framkvæmdarvaldinu, en samt sem áður ræður dómsmálaráðherra hæstaréttardómara. Hin svokallaða stjórnarskránefnd hlýtur að skoða þennan hluta stjórnarskráinnar og gera dómsvaldið ennþá óháðara framkvæmdarvaldinu. Síðastliðin tvö skipti sem dómsmálaráðherra hefur ráðið hæstaréttardómara hefur allt orðið brjálað í þjóðfélaginu. Ég myndi persónulega vilja sjá að forseti Hæstarréttar tilnefni þrjá umsækendur sem eru hæfastir og dómsmálaráðherra tilnefnir einn af þeim sem Alþingi þyrfti þá að kjósa um. Og til þess að hljóta starfið þarf 2/3 atkvæða þingmanna til samþykkis. Þannig ættum við að geta vonandi komist fram hjá ruglinu sam hefur orðið í tvö siðastliðin skipti. En því miður yrði samt ekki dómsvaldið alveg óháð, en það er samt skárra, því hæstaréttardómarar ættu ekki heldur fá að ráða hver ætti að vera hæstarréttardómari því þá væri hættan á klíkuskap.

Og þar sem er verið að tala um störf stjórnarskránefndarinnar, þá finnst mér það virkilega skrítið að menn séu ennþá reiðir út í forsetann fyrir að neita að skrifa undir hin umdeildu fjölmiðlalög á sínum tíma. Fyrir mér á forsetinn að gegna mikilvægu hlutverki, því hann á að vera tengiliður almennings við ráðherra og Alþingi og passa upp á að fáranleg lög gætu ekki komist í gegn, og bjóða þá til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ef við gefum okkur það að stjórnarskránefndin leggji það fram að fella niður forsetaembættið og koma á stað þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þ.e.a.s. að ákveðin fjöldi undirskrifta þyrfti til að krefjast þjóðaratkvæðisgreiðslu. En vandamálið yrði að almenningur hefði ekki tíma til þess að skoða öll frumvörp sem væru til umræðu, til þess t.d. að geta heimtað þjóðaratkvæðisgreiðslu ef þess væri kost. Aðeins hagsmunahópar gætu gert það, sem er ekki nógu gott, þar sem hagsmunir ráða þar för en ekki hagsmunir þjóðarinnar. Er það sem stjórnvöld og landsmenn vilja?

Almenningur þarf að hugsa um hvernig stjórnkerfið okkar eigi að virka. Viljum við að völd safnist á fárrar hendur? Eins og margir gamlir hugsuðir töldu að félagslegur hreyfanleiki væri heilbrigður fyrir samfélag, og vildu þar með að valddreifing yrði nægileg til þess að ná félagslegum hreyfileika. Ef við hugsum líka um hagkerfið okkar, þá hlýtur aukinn valddreifing að gera hagkerfinu gott. Þessi umræða er nauðsynleg hér á landi, þar sem valddreifing er ágæt en mætti vera meiri. Við verðum að halda áfram að takmarka völd stjórnmálamanna en samt ekki að gera þá valdalausa. Því það gæti ávallt komið einhver sem er tilbúinn að misnota valdið sitt. Við verðum því að fyrirbyggja að svoleiðis geti gerst hér á landi.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið