[Ályktun] Undrast afstöðu Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins gagnvart ESB

Sorglegt að fulltrúar þessara flokka skuli noti nefndartímann til að gera uppkast að mögulegum stjórnarsáttmála Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stað þess að skilgreina samningsmarkmið Íslands fyrir aðildarviðræður við ESB.

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, undrast afstöðu fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Evrópunefndinni svokölluðu sem Björn Bjarnason, ráðherra, hefur stýrt. Af drögum niðurstöðum nefndarinnar, sem birtust í Fréttablaðinu fyrr í vikunni , má ekki annað sjá en að fulltrúar beggja flokka misskilji allhrapalega sameiginlega auðlindastefnu Evrópusambandsins og merkingu reglunnar um hlutfallslegan stöðuleika . Það hefur margoft verið bent á að vegna þess að Ísland er eina landið sem hefur stundað fiskveiðar við landið síðastliðna áratugi, þá munu önnur lönd ekki eiga neitt tilkall til fiskveiða hér eftir inngöngu í ESB frekar en nú. Ungir jafnaðarmenn benda á að þetta kom m.a. fram á fundi Evrópunefndar forsætisráðherra með dr. Michael Köhler, ráðgjafa sjávarútvegsstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðastliðnum mánuði.

Reglan um hlutfallslegan stöðuleika er slík grundvallarregla í sameiginlegri auðlindastefnu Evrópusambandsins að það er ekkert nema aum tylliástæða að setja hugsanlegar breytingar á henni fyrir sig sem ástæðu gegn aðild að sambandinu. Til að eyða allri óvissu væri hægt að skilgreina það sem eitt af samningsmarkmiðum Íslands að Evrópusambandinu að útlista hvað það myndi þýða fyrir Íslenskan sjávarútveg ef reglunni yrði á einhverjum tímapunkti breytt á veigamikinn hátt . Þeirri spurningu verður aldrei svarað án þess að láta reyna á aðildarviðræður, og því sorglegt að fulltrúar þessara flokka skuli nota nefndartímann til að gera uppkast mögulegum stjórnarsáttmála Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í stað þess að skilgreina samningsmarkmið Íslands fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand