[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn fagna jafnréttisfrumvarpi

Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru Ungum jafnaðarmönnum að góðu kunnar, enda hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað lagt fram sambærilegar tillögur, svo sem um afnám launaleyndar og eflingu kærunefndar jafnréttismála. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna frumvarpi sem kynnt var í gær og er ætlað að stuðla að frekari jafnrétti kynjanna. Sérlega ánægjulegt er að þverpólitísk sátt náðist um helstu tillögur nefndarinnar enda er ljóst að stórt skref yrði stigið í jafnréttismálum næði það fram að ganga. Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru Ungum jafnaðarmönnum að góðu kunnar, enda hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað lagt fram sambærilegar tillögur, svo sem um afnám launaleyndar og eflingu kærunefndar jafnréttismála. Vissulega skýtur það hins vegar skökku við að frumvarpið skuli koma fram nú – tveim mánuðum fyrir kosningar – og að ekki skuli stefnt sé að því að leggja það fram fyrr en á næsta haustþingi. Það er þó óskandi að sá kosningabragur sem hvílir yfir þeim vinnubrögðum muni ekki spilla fyrir efnislegum atriðum frumvarpsins og að það verði að lögum strax á haustdögum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand