[Ályktun] Hækkun skattleysismarka forgangsatriði í skattamálum að mati UJR

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, lýsir yfir djúpum áhyggjum af aukinni misskiptingu í íslensku samfélagi. Rannsóknir fræðimanna á tekjudreifingu hafa sýnt að undanfarin tólf ár hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist gífurlega og er það ekki síst vegna markvissra og meðvitaðra aðgerða núverandi ríkisstjórnar… Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, lýsir yfir djúpum áhyggjum af aukinni misskiptingu í íslensku samfélagi. Rannsóknir fræðimanna á tekjudreifingu hafa sýnt að undanfarin tólf ár hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist gífurlega og er það ekki síst vegna markvissra og meðvitaðra aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Vissulega hefur tekjuskattshlutfallið verið lækkað, en lævíslega hefur upphæð persónuafsláttarins verið látin rýrna verulega að raunvirði.

Birtingarmynd þessara aðgerða er stóraukin skattlagning þeirra sem hafa lágar tekjur; námsmanna, eldri borgara og ófaglærðra, á meðan hátekju- og stóreignamenn greiða sífellt lægra hlutfall tekna sinna til opinberra aðila.

Aðalfundurinn hvetur alla stjórnmálaflokka til að taka þessi mál föstum tökum og óskar eftir umræðu um hvaða breytingar flokkarnir sjá fyrir sér í skattamálum á næsta kjörtímabili. Að mati aðalfundar UJR, er það algjört forgangsatriði að skattleysismörk verði hækkuð verulega næst þegar svigrúm gefst til þess af hálfu yfirvalda. Væri það stórt skref í átt til leiðréttingar á þeirri miklu aukningu á ójöfnuði sem orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand