UJ krefjast kosninga, aðildarviðræðna og vinstristjórnar

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að sitjandi ríkisstjórn boði til kosninga í vor! Ef hún getur ekki orðið við þeirri eðlilegu kröfu þá á Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu.

ÁLYKTUN Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að sitjandi ríkisstjórn boði til kosninga í vor! Hvorki Alþingi né ríkisstjórnin hefur lýðræðislegt umboð lengur, til þess að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þjóðin stendur frammi fyrir. Ef hún getur ekki orðið við þeirri eðlilegu kröfu þá á Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu.

Í kjölfarið verður hún að fá stuðning frá VG og Framsókn til þess að mynda tímabundið starfsstjórn sem sameinast um að boða til kosninga í vor og koma nýjum stjórnendum í Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.

Samfylkingin á að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að forgangsmáli sem ekki verður vikið frá. Enginn lýðræðislegur flokkur getur verið á móti því að gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðildarsamning.

Annað forgangsmál er að nái Samfylkingin og Vinstri græn, meirihluta í komandi kosningum, myndi þessir tveir flokkar ríkisstjórn undir kjörorðinu Jafna Ísland. Með því að stuðla að kosningum og ganga bundin til þeirra heldur Samfylkingin trausti kjósenda sinna sem flokkur jafnaðar og lýðræðis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið