Ófyrirgefanleg vinnubrögð „lýðræðisríkisins“ Ísraels

PISTILL Eftir að vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna rann út í sandinn fyrir nokkrum vikum síðan tók „lýðræðisríkið“ Ísrael sér á hendur eitt blóðugasta og umdeildasta verkefni síðari ára, að útrýma Hamas-samtökunum.

PISTILL Eftir að vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna rann út í sandinn fyrir nokkrum vikum síðan tók „lýðræðisríkið“ Ísrael sér á hendur eitt blóðugasta og umdeildasta verkefni síðari ára, að útrýma Hamas-samtökunum, sem unnu stóran sigur í þingkosningunum í Palestínu árið 2006 og eru því lýðræðislega kjörnir fulltrúar Palestínu, þó flest vestræn ríki telji Hamas-samtökin vera fátt annað en hryðjuverkasamtök.

Eftir þriggja vikna blóðbað Ísraelsmanna á Gasasvæðinu hafa yfir þúsund manns verið drepnir, þar af fleiri en fjögur hundruð börn og eitt hundrað konur, þrátt fyrir yfirlýsingar Ehud Baraks, varnarmálaráðherra Ísraels, um að reynt yrði eftir bestu getu að halda mannfalli óbreyttra borgara í lágmarki í aðgerðum ísraelska hersins. Hátt í fimm þúsund manns eru særðir og víst er að margir munu þurfa á sálrænni aðstoð að halda eftir átökin. Þá eru margir án rafmagns, rennandi vatns og annarra nauðsynja, enda eyðileggingin á Gasasvæðinu gríðarleg. Þrettán Ísraelsmenn féllu í átökunum.

Þann 17. janúar síðastliðinn hófu ísraelskir hermenn að yfirgefa Gasasvæðið og daginn eftir samþykktu Hamas-liðar vikulangt vopnahlé og gáfu þar með Ísraelsmönnum viku til þess að koma hermönnum sínum frá Gasasvæðinu. Það er athyglisvert að þetta gerist einungis örfáum dögum áður en helsti stuðningsmaður Ísraela, George W. Bush fer frá völdum í Bandaríkjunum og hafa Ísraelsmenn sagt að þeir muni eftir bestu getu reyna að koma hermönnum sínum í burtu áður en Barack Obama muni taka við embætti Bandaríkjaforseta. Án efa vafasamar tímasetningar hér á ferð hjá Ísraelum.

Meðan Palestínumenn leita nú látinna ættingja sinna og ástvina í rústum Gasasvæðisins halda Ísraelsmenn uppi hótunum um frekari hernað við minnsta áreiti og leggja nú í Evrópureisu til þess að lita skoðanir forystumanna Evrópu og fá þá með sér í lið, enda skilja ráðamenn Ísraels ekkert í því afhverju heimurinn er svona á móti slátrunum þeirra á saklausum borgurum Palestínu. Það er því ekki annað hægt en að fagna því að Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, afþakkaði þetta óviðeigandi og vafasama boð Ísraelsmanna.

En það er ekki nóg. Við verðum að gera allt sem er í okkar valdi til þess að Palestínumenn öðlist þann frið og frelsi sem þeir hafa nú leitað í meira en sextíu ár. Við verðum að sniðganga ísraelskar vörur, koma í veg fyrir þátttöku Ísraelsmanna í þeirri friðsamlegu keppni sem Eurovision söngvakeppnin er, og halda áfram að senda Ísraelum þau skýru skilaboð að hegðun þeirra er óásættanleg, ófyrirgefanleg og sæmir ekki lýðræðislegum vinnubrögðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand