Í kjallaranum… dúa!

LEIÐARI Stefanía Guðmundsdóttir leikkona brosti í tignarlegri ró á móti fólkinu sem streymdi niður í kjallara Þjóðleikhússins miðvikudagskvöldið 21. janúar. Breytingarnar lágu í loftinu og þunglamalegir útveggir leikhússins endurómuðu hróp mótmælendanna fyrir utan.

LEIÐARI Stefanía Guðmundsdóttir leikkona brosti í tignarlegri ró á móti fólkinu sem streymdi niður í kjallara Þjóðleikhússins miðvikudagskvöldið 21. janúar. Breytingarnar lágu í loftinu og þunglamalegir útveggir leikhússins endurómuðu hróp mótmælendanna fyrir utan. Vandlætingin skein úr hverju andliti og loftið var mettað reiði; sagt var að Soffía frænka væri eins og saklaus kettlingur í samanburðinum þar sem hún þrammaði um á æfingu á stóra sviðinu.

Fundargestir í Þjóðleikhúskjallaranum þetta kvöld voru af öllu tagi, en fjarvera eins hóps var svo áþreifanleg að furðu sætti. Sexmenningarnir sem gegna störfum ráðherra í nafni Samfylkingarinnar voru hvergi sjáanlegir; einhverjir löglega afsakaðir, en að enginn þeirra skuli hafa séð ástæðu til að taka þátt er dapurlegt. Þeir óbreyttu þingmenn og næstráðendur sem létu sjá sig virtust ánægðir með fundinn, sumir kannske með ráðherra í maganum, en allir þó á sama máli og hinir fundargestirnir: Við viljum stjórnarslit!

Fjarvera ráðherranna var e.t.v. ekki tilviljun – raunveruleg ástæða liggur ekki fyrir. Í dag hafa óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokks (t.d. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Ólöf Nordal) haft þau ummæli í frammi að stjórnarslit fælu í sér æskilega lausn, og ganga ætti til kosninga á ný. Hins vegar væru þær ekki í aðstöðu til að hafa frumkvæði að þess háttar lausn .Til þess skorti þær allt vald, enda liggur það að þeirra mati aðeins og eingöngu hjá ráðherraliðinu. Það var og.

Samfylkingin hefur frá upphafi stjórnarsamstarfs haft leikið samkvæmt eigin leikreglum, og virt steindauðar kennisetningar sjálfstæðismanna að vettugi. Margt skilur flokkana tvo að, en sérstaklega liggur munurinn í pólitísku hírarkíi. Ráðherrar eru jú alltaf ráðherrar, en geta þeir sagt óbreyttum þingmönnum fyrir um hvort þeir skuli sitja eða standa? Nei. Þannig kunna hlutirnir að vera í Sjálfstæðisflokknum, en slíkt fyrirkomulag þrífst illa í alþýðlegum lýðræðisflokki.

Fjarvera ráðherraliðsins á fundinum í gærkvöld var umfram allt skrýtin. En eftir á að hyggja stendur ályktunin fyrir sínu, og óbreyttir þingmenn létu í sér heyra. Einstaka aðstoðarmaður ráðherra klappaði fyrir skeleggu ræðufólki. Eigum við þá kannski bara að segja að fjarvera og þögn ráðherra sé sama og samþykki? Fyrst svo er, þá er ríkisstjórnin fallin eins og enginn sé morgundagurinn. Ég ætla rétt að vona það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand