[Ályktun] Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ telur ekki nægilega vel búið að ungu fólki í bænum

Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ telur ekki nægilega vel búið að ungu fólki í bæjarfélaginu. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð hvorki til staðar framhaldsskóli né neins konar menningarmiðstöð fyrir ungt fólk. Það er því lítið við að vera í Mosfellsbæ þegar grunnskólagöngu lýkur. Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ telur ekki nægilega vel búið að ungu fólki í bæjarfélaginu. Ólíkt því sem tíðkast í öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð hvorki til staðar framhaldsskóli né neins konar menningarmiðstöð fyrir ungt fólk. Það er því lítið við að vera í Mosfellsbæ þegar grunnskólagöngu lýkur.

Afleiðingar fyrir bæjarbraginn eru ótvíræðar. Þar sem ekkert er í boði fyrir þennan hóp af ungu fólki, ef frá eru taldar krár, sjoppur og vídeóleigur, flæmist ungt fólk úr bænum og eyðir tíma sínum, orku og fjármunum annars staðar. Flestir bæjarbúar geta vottað að það er mikill skaði fyrir bæjarlífið að þennan aldurshóp skuli vanta.

Ungir Jafnaðarmenn í Mosfellsbæ telja brýnt að huga að málefnum þessa aldurshóps og hefja byggingu framhaldsskóla hið fyrsta. Jafnframt þarf að huga að afþreyingu fyrir ungt fólk, til dæmis með því að koma á fót menningarmiðstöð sem sinnt gæti fjölþættri þjónustu. Ungir jafnaðarmenn í Mosfellsbæ leggja til að fyrsta skrefið verði að gera könnun á því hvers konar afþreying myndi henta fyrrnefndum aldurshóp best.
Ungir Jafnaðarmenn í Mosfellsbæ telja að lokum að huga þurfi að atvinnu fyrir ungt fólk og tryggja að ungum Mosfellingum bjóðist fjölbreytileg og áhugaverð störf í bænum ásamt því að hlúa betur að því íþróttastarfi sem hér er haldið úti.

Ungir jafnaðarmenn í Mosfellsbæ vilja að ungt fólk hafi ástæðu til og ánægju af að eyða tíma í öruggu skjóli í sínum í eigin heimabæ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið