Sveitastjórnarmál í litlum bæjum

Nú nálgast sveitastjórnarkosningar og fara þær fram í vor. Baráttan í borginni er þegar farin í gang og er það þungamiðja þessara kosninga. R-listinn verður ekki með sem slíkur að þessu sinni og er það ánægjuefni, þar sem valdþreyta hafði skapast innan listans, líkt og gætir í ríkum mæli hjá ríkisstjórn vorri þessi misserin. Þetta þarf ekki að tákna það að sjálfstæðismenn verði að sjálfkjörnum meirihluta í borginni, heldur trúi ég að ferskir vindar muni blása um hugmyndir þeirra sem áður mynduðu R-listann og sú þreyta sem samstarfið var augljóslega farið að leiða til muni brá af mönnum. Núna er tækifæri fyrir Samfylkinguna að sýna hvað í henni býr. Nú nálgast sveitastjórnarkosningar og fara þær fram í vor. Baráttan í borginni er þegar farin í gang og er það þungamiðja þessara kosninga. R-listinn verður ekki með sem slíkur að þessu sinni og er það ánægjuefni, þar sem valdþreyta hafði skapast innan listans, líkt og gætir í ríkum mæli hjá ríkisstjórn vorri þessi misserin. Þetta þarf ekki að tákna það að sjálfstæðismenn verði að sjálfkjörnum meirihluta í borginni, heldur trúi ég að ferskir vindar muni blása um hugmyndir þeirra sem áður mynduðu R-listann og sú þreyta sem samstarfið var augljóslega farið að leiða til muni brá af mönnum. Núna er tækifæri fyrir Samfylkinguna að sýna hvað í henni býr.

En borgarstjórnarmálin voru ekki þau mál sem ég vildi fjalla um hér, heldur bæja- og sveitastjórnamál í minni plássum, líkt og heimabæ mínum Seyðisfirði. Rúm þrjú ár eru liðin síðan ég kaus í fyrsta skipti, hafði þá að vísu ekki staðsett mig neitt sérstaklega í pólitík. Núna hef ég þó svipaðar skoðanir og þá um framkvæmd sveitastjórnakosninga og þá. Á Seyðisfirði eru flokkar í framboði til bæjarstjórnar. Í síðustu kosningum voru það B, D, og T listi (Tindar, vinstri og óháðir), svo og hinn merki Þ listi sem var óháð framboð. Sæti í bæjarstjórn eru sjö – að kosningum liðnum kom í ljós að D-listi hafði fengið þrjá menn, tapað einum manni, B-listi fékk tvo og T-listinn einn öruggan, en fengu með hlutkesti annan, þar sem frambjóðandi þeirra í öðru sæti stóð á jöfnum atkvæðum við efsta frambjóðanda á lista Þ. Nú var meirihluti D-lista fallinn og B- og T-listi mynduðu saman bæjarstjórn og nýr bæjarstjóri tók við störfum.

Flokkapot finnst mér úrelt í svona litlum bæjum. Á Seyðisfirði búa um 700 manns. Þegar maður horfir á framboðslistana á kjördegi er ekkert eðlilegra en maður spyrji sig að því á hverjum þessara lista hæfasta fólkið sé í raun. Mæli ég með því fyrir þá sem fara núna að kjósa í fyrsta skipti í sínum bæ í vor, að þeir setji fyrir sig spurninguna ‘hverjir eru best fallnir til að fara með stjórnina í bænum mínum?’

Þegar ég var að fylgjast með falli R-listans kom sú spurning upp í kollinn hvort T-samstarfið heima væri eitthvað sem þyrfti að endurskoða. Í sannleika sagt er það langt í frá að vera góð hugmynd. B- og D-listi hafa verið mjög sterkir síðustu árin. Vinstri vængurinn hefur ekki átt jafn miklu fylgi að fagna. Hverjar sem orsakirnar eru þá er það leitt að Samfylkingin mun ekki geta boðið fram sér, fyrst við erum að þessu flokkapoti hvort sem er.

Því miður finnst mér núverandi bæjarstjórn ekki hafa haft úr miklu að moða. Tel ég þó að hún muni ekki halda velli í komandi bæjarstjórnarkosningum, nema eitthvað mikið gerist. Í tíð núverandi bæjarstjórnar hefur bæjarbúum fækkað og engir peningar virðast vera til. Ég ætla að hugsa vel minn gang. Það er enn langt í kosningar og vona ég að eitthvað breytist til hins betra þangað til. Bærinn hefur verið útundan í ‘virkjunar- og álverskapphlaupinu’ fyrir austan. Biðin eftir samgöngubótum er orðin ansi löng, en um þau mál getið þið lesið í greinum mínum, ´Um jarðgöng´ annars vegar og ‘Hvað er að gerast í bænum mínum?’ hins vegar þar sem fjallað er um þessi mál og jafnframt um sveitarstjórnarmál í bænum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand