[Ályktun] Stjórnmálaályktun landsþings Ungra jafnaðarmanna haldið í Mosfellsbæ 16. – 17. september 2006

Vel heppnað landsþing Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, var haldið um nýliðna helgi í Mosfellsbæ. Á þinginu fór fram kröftugt og mikið málefnastarf. Ályktanir verða birtar í heild sinni í vikunni í dálknum málefni hér til hliðar.

[Ályktun] Stjórnmálaályktun landsþings

Ungra jafnaðarmanna haldið í Mosfellsbæ

16. – 17. september 2006

Vel heppnað landsþing Ungra
jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, var haldið um nýliðna helgi
í Mosfellsbæ. Á þinginu fór fram kröftugt og mikið málefnastarf. Ný forysta
hreyfingarinnar var valin á þinginu. Formaður var kjörinn Magnús Már Guðmundsson, Reykjavík,
varaformaður Valdís Anna Jónsdóttir,
Akureyri, og Tinna Mjöll Karlsdóttir, Sauðárkróki, var kjörin ritari.

Lýðræðis- og jafnréttismál

Ungir jafnaðarmenn telja
mikilvægt að efla lýðræði í íslensku samfélagi. Lýðræðið á að vera í stöðugri
endurskoðun svo nýta megi það tæki sem það er til fullnustu og til réttlætis í
íslensku stjórnkerfi og samfélagi.

Landið eitt kjördæmi

Ungir jafnaðarmenn eru þeirrar
skoðunar að allir landsmenn eigi að hafa sama rétt og sömu tækifæri til að hafa
áhrif á hverjir sitji á Alþingi. Ungir jafnaðarmenn vilja því að landið verði
gert að einu kjördæmi og að allir landsmenn hafi sama vægi í kosningum til
Alþingis.

Þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði

Ungir jafnaðarmenn vilja þróa og
efla lýðræðið með því að taka upp beint lýðræði í mörgum meginmálum
samfélagsins. Það er m.a. gert með því að tryggja rétt kjósenda til
þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá.

Pólitískum ráðningum
hafnað

Ungir jafnaðarmenn harma hvernig
staðið er að skipunum í opinber embætti á Íslandi. Það er ljóst að
samtryggingin milli íslenskra stjórnmálamanna liggur í sumum tilfellum þvert á
flokkslínur. Innleiða verður heilbrigðari viðhorf gagnvart embættum og störfum
á vegum ríkisins. Auglýsa á eftir umsóknum fyrir störf eins og t.d. sendiherra
og seðlabankastjóra. Skipan dómara verður að vera með það að leiðarljósi að
dómarar séu eingöngu valdir á faglegum grundvelli og að sú leið sem farin er rýri
ekki traust almennings á Hæstarétti líkt og síðustu skipanir hafa gert.

Jafnrétti ofar öllu

Ungir
jafnaðarmenn vilja því að stjórnvöld tryggi öllum aðgang að góðri menntun,
góðri heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð. Þessa grunnþjónustu á að greiða
niður með sameiginlegum sjóðum landsmanna enda er með öllu óásættanlegt að
aðgangur fólks að menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu
takmarkist af efnahag.

Það er skilyrði lýðræðislegra stjórnarhátta að sjónarmið
þeirra sem málið varðar komi fram og að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða
þegar ákvarðanir eru teknar. Af þessu leiðir að ef konur koma ekki að ferli við
ákvarðanatöku sem snertir íslenskt þjóðlíf er lýðræðishalli á samfélaginu. Það
sama á við um fólk af erlendum uppruna, samkynhneigða, fatlaða og aðra
minnihlutahópa í íslensku samfélagi.

Málefni heyrnalausra

Ungir jafnaðarmenn harma stöðu
heyrnarlausra einstaklinga á Íslandi. Enn hefur Alþingi ekki samþykkt íslenska
táknmálið sem móðurmál á Íslandi á meðan Svíar fagna í ár 25 ára afmæli sænska
táknmálsins. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að þessi mál verði tekin fastari
tökum og einangrun heyrnarlausra rofin, m.a. með því að taka upp markvissari
kennslu táknmáls í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þá skora Ungir jafnaðarmenn
einnig á Alþingi að samþykja frumvarp til laga um textun á innlendu
sjónvarpsefni.

Málefni fólks af erlendum uppruna

Ungir
jafnaðarmenn harma að börn af erlendum uppruna skuli ekki hafa getað hafið
skólavist víða um land sökum þess að þau hafi af forminu til skort kennitölu.
Slíkt er með öllu óviðunandi og brott á barnasáttmála SÞ.

Ungir
jafnaðarmenn vilja að íslenskunámskeið standi öllum útlendingum til boða án
gjaldtöku. Á slíku námskeiði yrði lagður grunnur að íslenskukunáttu sem og
þekkingu um réttindi og skyldur einstaklinga í þjóðfélaginu sem auðvelda mun
erlendu fólki að fóta sig í íslensku samfélagi. Námskeið sem þessi telja Ungir
jafnaðarmenn eigi að bjóða uppá í nærumhverfi fólks t.a.m. skólabyggingum.

Ungir
jafnaðarmenn vilja að atvinnuleyfi fólks af erlendum uppruna verði bundið
persónulega við viðkomandi einstakling en ekki vinnustað og vinnuveitanda.

Menntamál

Þekking er mikilvægasta forsenda allra framfara.

Nauðsynlegt er að yfirvöld tryggi aðgang allra
landsmanna að menntun við sitt hæfi, enda er það grundvallaratriði í réttlátu
samfélagi, þar sem allir njóti sömu tækifæra til lífshamingju og velmegunar. Ungir
jafnaðarmenn
vilja
setja málaflokkinn í algjöran forgang og stuðla að því að þau verði eitt af
stærstu baráttumálum Samfylkingarinnar á komandi kosningaári.

Menntunarstig

Nauðsynlegt er að hækka
menntunarstig þjóðarinnar. Of stór hluti þjóðarinnar lýkur nú aðeins
grunnskólaprófi og hefur því takmarkaða möguleika til að afla sér formlegrar
menntunar seinna í lífinu. Samkvæmt nýlegri skýrslu OECD er skólaganga Íslendinga
á aldursbilinu 25-64 ára ein sú minnsta af öllum aðildarlöndum stofnunarinnar.
Nauðsynlegt er að ríkið tryggi sveitarfélögum nægt fjármagn til þess að geta
staðið undir öflugu skólastarfi og geti greitt þeim sem sinna uppeldis- og
kennslustörfum mannsæmandi laun.

Framhaldsskóli

Einhæft námsframboð í
framhaldsskólum leiðir til þess að margir finna ekki nám við sitt hæfi. Hefur
það þær afleiðingar að nemendur hverfa úr námi og leiðir það til þess að
menntunarstig á Íslandi er lágt í samanburði við önnur lönd. Ennfremur er
mikilvægt að stuðla að því að námsframboð utan höfuðborgarsvæðinsins sé sem
fjölbreytilegast.

Auka
þarf áherslu á iðngreinar og virðingu þeirra. Það þarf að fjölga nemendum sem
sækja í iðnnám og snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað með ört
fækkandi iðnnemum.

Ungir jafnaðarmenn vilja að
framhaldsskólinn verði færður á sveitastjórnarstigið. Með þessu færist
skólastarfið nær almenningi, ásamt auknum möguleikum á hagræðingu og betri
almennri stjórnun. Þó með því skilyrði að fjármagnið fylgi frá ríkinu til
sveitarfélaganna.

Háskóli

Ungir jafnaðarmenn gagnrýna
fyrirkomulag fjárveitinga til menntastofnana á háskólastigi þar sem
einkaskólarnir fá sömu fjárveitingar og ríkisskólarnir á hvern nemanda en hafa
heimild til innheimtu skólagjalda ofan á það. Nú er staðan sú að einkaskólarnir
fá meira greitt að meðaltali frá ríkinu en ríkisskólarnir sökum þess að
Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar nemendum fyrir skólagjöldunum og er stór
hluti lánanna í raun styrkur. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndunum
og er ögrun við hugmyndir um jafnrétti til náms. Hættan er sú að annaðhvort
verða ríkisháskólarnir smá saman annars flokks og besta menntunin verði
eingöngu á færi hinna efnameiri, eða að allt háskólastigið færist smám saman í
heild sinni inn á braut skólagjalda.

Háskólinn á Akureyri, Háskóli
Íslands og Kennaraháskóli Íslands er fjársveltir en vel reknir skólar. Það er
löngu tímabært að þeir fái þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Fjársvelti skólanna
er það mikið að það kemur verulega niður á þeim kennsluháttum sem er beitt.
Háskóli Íslands fær t.a.m. ekki greitt með 11. hverjum ársnemanda, vegna þess
að samningur milli menntamálaráðuneytisins og skólans inniheldur
fjöldatakmarkanir. Það er skýr krafa Ungra jafnaðarmanna að Háskóli Íslands fái
greitt fyrir alla nemendur sem stunda nám við skólann og að fjárframlög á hvern
nemenda verði hækkuð.

Velferðarmál

Ungir
jafnaðarmenn vilja að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu óháð
efnahag og öðrum félagslegum aðstæðum. Ójöfnuður og misskiptingin í íslensku
samfélagi hefur stórlega aukist undanfarin ár. Samkvæmt viðurkenndum
mælikvörðum hefur ójöfnuðurinn á Íslandi aukist hvað mest allra þróaðra ríkja.
Nú er misskiptingin á Íslandi orðin svipuð og í Bretlandi og með sama
áframhaldi mun hún verða orðin svipuð og misskiptingin er í Bandaríkjunum innan
fárra ára.

Jafn aðgangur allra óháð
efnhag

Ungir jafnaðarmenn vilja að allir hafi jafnan aðgang að
heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og öðrum félagslegum aðstæðum. Einstaklingar
eiga ekki að geta keypt sér betri heilbrigðis-þjónustu eða betri aðgang að
þjónustunni. Skoða þarf hvort það er fýsilegur kostur að nýta samkeppni og
aðrar markaðsaðferðir til þess að ná fram hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Til
mikils er að vinna þar sem rúmlega fjórðungur fjárlaga ríkisins rennur í
heilbrigðismál.

Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ein leið til
aukinnar hagræðingar, það er þegar hið opinbera kaupir þjónustu fyrir hönd
sjúklinga t.d. af einkaaðilum eða heilbrigðisstarfsfólki. Einkaaðilar og aðrir
eiga að geta rekið heilbrigðisþjónustu ef tryggt er að gæði hennar minnki ekki,
kostnaðarhluti sjúklinga eykst ekki, hagræðing náist í þjónustunni og að
sjúklingar geti ekki keypt sér betri þjónustu eða betri aðgang að henni. Ef
þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi skal þjónustan vera á vegum hins opinbera.

Heilsugæslan til sveitarfélaga

Ungir jafnaðarmenn vilja flytja rekstur heilsugæslunnar
frá ríki til sveitarfélaga. Grundvöllur þessarar færslu er að sveitarfélög eða
samtök sveitarfélaga séu nógu stór til að standa undir henni og að ríkið tryggi
að nægilegt fjármagn fylgi flutningi verkefnisins. Markmiðið efling
heilsugæslunnar og samþætting hennar við félagsþjónustu á hverjum stað. Öflug
heilsugæsla leiðir til hagræðingar þar sem þörf á dýrri sérfræðiþjónustu
minnkar.

Umhverfismál

Ungir jafnaðarmenn fagna nýrri
og afgerandi stefnumótun Samfylkingarinnar í náttúru- og umhverfisvernd. Í
tillögum Samfylkingarinnar er bent á að nú sé sérstaklega mikilvægt að rétta
hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið
algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undanfarinn áratug.
Megininntakið er að móta heildstæða verndaráætlun – svokallaða

Rammaáætlun
um náttúruvernd
– þar sem koma fram tillögur um skipan verndarsvæða og
áætlun um það hvernig verndun þeirra skuli háttað og að ákvörðunum um frekari
stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn
yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.
Nauðsynlegt er að viðhalda ímynd Íslands sem hreint, fagurt og umhverfisvænt
land. Hætta þarf stóriðjustefnu núverandi ríkisstjórnar og leggja áherslu á
hátækni- og þekkingariðnað sem getur haldist í hendur við nýsköpun í
ferðaþjónustu og hefðbundnu atvinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði.

Sjálfbær orkubúskapur

Ungir jafnaðarmenn vilja gera Ísland að sjálfbæru
samfélagi hvað varðar orkubúskap. Með því er átt við að Ísland sé sjálfu sér
nægt með orku til upphitunar, lýsingar og eldsneyti á bíla- og
fiskiskipaflotann. Að framleiða eigin eldsneyti er tæknilega mögulegt en
nauðsynlegt er að halda áfram með og styrkja rannsóknir á þessu sviði, s.s.
framleiðslu, geymslu og flutning á vetni.

Landbúnaður

Ungir jafnaðarmenn vilja
endurskoða landbúnaðarkerfið í heild sinni með það að markmiði að draga mjög úr
ríkisafskiptum. Afnema skal verndartolla og leggja áherslu á frjáls viðskipti
með landbúnaðarvörur. Það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á
búfénaði og afurðum sínum og einnig skila sér í lægra vöruverði til neytenda.
Nauðsynlegt er að gera þetta í skrefum til að gera bændum kleyft að aðlaga sig
að nýju kerfi. Samhliða lækkun og niðurfellingu styrkja myndu fylgja
skattalækkanir að sama skapi.

Endurvinnsla sorps

Ungir jafnaðarmenn vilja
stórauka fræðslu um endurvinnslu sorps og auðvelda aðgengi til flokkunar fyrir
hinn almenna borgara. Til að auka flokkun og endurvinnslu þarf að setja hagræna
hvata, t.d. mætti hugsa sér að ókeypis sé að koma með flokkað heimilissorp í
endurvinnslustöðvar. Áfram sé það þó þannig að borga þurfi fyrir sorp sem þarf
að nálgast í heimahús með sorphirðugjöldum.

Evrópumál

Ungir jafnaðarmenn hafna þeirri
einangrunarhyggju sem birtist í stefnu annarra stjórnmálaflokka. Ungir jafnaðarmenn vilja að Ísland
hefji aðildarviðræður við ESB og beri síðan aðildarsamninginn undir
þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íslenska þjóðin mun eiga síðasta orðið.

Umdeilt er hvort Evrópusambandsaðild samrýmist
stjórnarskrá lýðveldisins. Ungir jafnaðarmenn skora því á Alþingi að gera þær
breytingar á stjórnarskránni fyrir þingkosningar næsta vor sem nauðsynlegar eru
til að hafið verði yfir vafa að innsókn Íslands standist lög.

Evran

Ungir
jafnaðarmenn hafna einhliða upptöku Evru og telja að hún geti ekki komið í stað
ESB-aðildar. Þátttöku í myntbandalaginu verður að fylgja full þátttaka í innri
markaði Evrópusambandins með öllum þeim kostum sem því fylgja.

Utanríkismál

Varnarmál

Ungir jafnaðarmenn telja að
íslensk stjórnvöld eigi að leita samstarfs við nágrannaríki sín um að tryggja
betur eftirlit innan efnahagslögsögunnar. Nauðsynlegt er að tryggja viðbúnað
vegna síaukinna heimsókna skemmtiferðaskipa, viðvarandi rányrkju fiskiskipa
undir hentifána og halda uppi almennum lögum og reglu.

Málefni
Landhelgisgæslunnar

Ungir
jafnaðarmenn fordæma seinagang ríkisstjórnarinnar í málefnum Landhelgis-gæslunnar.
Íslenskum stjórnvöldum mátti vera það ljóst á vormánuðum 2003 að Bandaríkjaher
væri að hverfa af landi brott og við Íslendingar þyrftum brátt að annast að
fullu okkar björgunarflug. Þrjú ár liðu án nokkurra aðgerða og nú eru þyrlurnar
farnar af landi brott og öryggi íslenskra sjómanna og annarra sjófarenda í
íslenskri lögsögu er því stefnt í voða. Ungir jafnaðarmenn vilja auk þess að

tilboð
Rússa um að útvega Íslendingum björgunarþyrlur verði skoðað af fullri alvöru. Nefnd ríkisstjórnarinnar sem fjallar um
væntanleg þyrlukaup kaus að hunsa tilboð sendiherra Rússlands um að útvega
öflugar björgunarþyrlur. Vonandi eru nefndarmenn, tilefndir af
dómsmálaráðherra, ekki fastir í kaldastríðshugsun og geti þar af leiðandi ekki
hugsað sér að skoða þyrlukaup af einhverjum reyndustu þyrluframleiðendum heims.

Þróunaraðstoð

Enn á ný er
þörf að beina sjónum að smánarlegu framlagi Íslands til þróunarmála. Ísland er
enn langt frá því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þeim efnum.
Ungir jafnaðarmenn telja ekki forsvaranlegt að reikna útgjöld til friðargæslu
með sem þróunaraðstoð.

Friður á Sri
Lanka

Ungir
jafnaðarmenn skora á utanríkisráðherra að, verða við óskum stjórnvalda í Sri
Lanka, og beita sér að fullum þunga við að koma á friði þar í landi.

Stríðið í
Írak

Ungir
jafnaðarmenn krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti tafarlaust af stuðningi sínum við stríðið í Írak. Þátttaka
Íslands í stríðsbrölti og yfirgangi Bandaríkjanna er einn stæsti smánarblettur
á sögu þjóðarinnar. Ríkisstjórnin á að viðurkenna mistök sín í þessum efnum og
biðja þjóðinna formlega afsökunnar á misgjörðum sínum.

Frjáls
Palestína

Ungir
jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi Íslendinga virðurkenni Palestínu sem
sjálfstætt ríki. Íslendingar voru fyrst þjóða til að viðurkenna tilvistarrétt
nýfrjálsra Eystrasaltsríkja. Sú gjörð hafði veigamikil áhrif í
sjálfstæðisbaráttu þeirra þjóða og sýndi vel þann mátt sem smáríki getur haft í
alþjóðasamfélaginu. Ennfremur fordæma Ungir jafnaðarmenn byggingu
aðskilnaðarmúrisins í Palestínu og krefjast að hann verði tafarlaust rifinn.

Innrásin í Líbanon

Ungir jafnaðarmenn fordæma framgöngu Ísraels í Líbanon
undanfarna mánuði. 1300 Líbanir hafa látið lífið í kjölfar innrásarinnar og þar
af eru 95% óbreyttir borgarar. Á sama tíma hafa 160 Ísraelar látið lífið í
árásum Hezbollah. Ungir jafnaðarmenn vilja að alþjóðasamfélagið leggi meira af
mörkum til að stilla til friðar á svæðinu og fordæma þær þjóðir sem dreifa
vopnum til stríðandi fylkinga, hvort heldur Ísraela eða Hezbollah.

Darfur

Ungir
jafnaðarmenn fordæma aðgerðaleysi og seinagang alþjóðasamfélagins í málefnum
Darfur-héraðs. Ríkisstjórn Íslands sem og annara ríkja ber siðferðileg skylda að
verða við neyðarkalli íbúa héraðsins. Þegar hafa hundrað þúsunda fallið í
átökunum og einhver mesti mannlegur harmleikur okkar tíma orðinn að veruleika. Þ

að er
hræðilegt til þess að hugsa að þjóðarmorð líkt og áttu sér stað í Rúanda, séu
nú að endurtaka sig í Darfur í Súdan.

Niðurskurðartillögur

Til
að auka svigrúm ríkis til að byggja upp öflugra velferðar- og menntakerfi og
til að létta skattbyrði á hendur einstaklinga vilja Ungir jafnaðarmenn benda á
leiðir til niðurskurðar. Nauðsynlegt er að draga úr fjárútlátum til ýmissa
málaflokka, minnka ríkisafskipti á ákveðnum sviðum og endurksipuleggja umfang
ríkisrekstrar.

Ráðherrabílaflotinn

Bruðl
og forgangsröðun stjórnvalda sést einna best þegar að kostnaður almennings
vegna 12 ráðherrabíla á árunum 1998-2003 er skoðaður, en kostnaðurinn var
nálægt 500 milljónum eða 80-90 milljónum á ári hverju. Ungir jafnaðarmenn telja
kostnaðinn vera með öllu ótækan og leggja til að ráðherrabílunum verði fækkað
og þeir samnýttir.

Lækkun ríkisstyrkja til landbúnaðar

Beinir
og óbeinir styrkir til landbúnaðarkerfisins eru á annan tug milljarða króna á
ári. Þrátt fyrir þessar háu styrkupphæðir er verð á landbúnaðarvörum mjög hátt
og ekki samkeppnishæft við verð á sambærilegri vöru erlendis frá. Nú er kerfið
uppbyggt af óhagstæðum og smáum rekstrareiningum. Nauðsynlegt er að stokka upp
í kerfinu og byggja upp hagstæðari rekstrareiningar. Ungir jafnaðarmenn vilja
að styrkir til landbúnaðar verði skornir niður.

Endurskipulagning ráðuneyta

Í
dag eru ráðuneyti íslenska ríkisins þrettán talsins. Mörg þeirra eru smá en með
mikla yfirbyggingu. Með endurskipulagningu og sameiningu ráðuneyta væri hægt að
auka skilvirkni, fækka ráðherrum, lækka launagreiðslur, samnýta starfsfólk og
einfalda yfirbygginguna. Ungir jafnaðarmenn leggja til að ráðuneytum verði
fækkað úr þrettán í níu.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Ungir
jafnaðarmenn vilja aðskilnað ríkis og kirkju.
Leggja ætti niður framlög ríkissjóðs til trúfélaga í núverandi mynd. Framlög
ríkissjóðs t.a.m. til þjóðkirkjunnar eru í dag áætluð rúmur milljarður umfram
venjuleg sóknargjöld.

Bifreiða-, ferða- og risnukostnaður

Bifreiða-,
ferða- og risnukostnaður hins opinbera hefur aukist upp úr öllu valdi seinustu
ár sem að Ungir jafnaðarmenn telja að hægt sé að draga verulega úr. Samkvæmt
bókhaldi stofnana ríkisins fyrir árið 2004 var kostnaðurinn samtals 3,9
milljarðar.

Fækkun sendiráða og samnýting með öðrum Norðurlöndum

Útgjöld
vegna sendiráða Íslands eru um 1,6 milljarðar á ári. Ungir jafnaðarmenn telja
að hér megi spara umtalsverðar fjárhæðir með því að samnýta sendiráð með öðrum
Norðurlöndum, auka aðhald í rekstri og minnka íburð sendiráða. Einnig telja
Ungir jafnaðarmenn að endurskoða ætti fjölda sendiráða.

aasdf

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand